„Útkjálkalistamenn“ á alþjóðlegum jaðri 1. júní 2007 06:00 Hvað er „útkjálkalist“ í alþjóðavæddum heimi? Á sýningu „The Provincialists“ í Gerðubergi eru diskómólekúl og danstaktar frá Donnu Summer, málverk, innsetningar og vídeóverk sem vísa til þriggja heimsálfa MYND/Hörður Heimóttaskapur hefur sjaldnast þótt mönnum til framdráttar en í hverju felst hann þegar á hólminn er komið? Á morgun verður opnuð sýning þar sem umfjöllunarefnið er „útkjálkamennska“ auk þess sem málþing er skipulagt af sama tilefni. Sýning listahóps sem kennir sig við „The Provincialists“ verður opnuð í Gerðarsafni kl. 15 á morgun en þar er á ferðinni hópur norrænna listamanna sem hittist fyrst í skandínavíska listamannabústaðnum í Róm árið 2004. Sýningin ferðast hingað frá Færeyjum, með ýmsum viðbótum, og geymir verk eftir fjóra listamenn frá Íslandi, Færeyjum, Svíþjóð og Noregi. Þórdís Alda Sigurðardóttir myndlistarmaður segir að þó hún hafi ekki oft leitt hugann að útkjálkamennsku áður en hún komst í kynni við kollega sína suður í Róm, hafi sú hugmynd samt skotið sér niður við ýmis tækifæri. Hún segir að það sem sameini hópinn nú sé sú staðreynd að þau komi öll frá stöðum sem liggja utan hringiðunnar myndlistinni. „Við búum ekki á stöðum þar sem straumar og stefnur eru ákvarðaðar. Við erum öll á jaðrinum - við Norðurlandaþjóðirnar og einnig þeir sem búa fyrir utan stærstu menningarborgir heimsins.“ Þórdís Alda nefnir að ólík tækifæri bjóðist listafólki utan heimsborga myndlistarinnar og að í rótunum búi ákveðinn kraftur. Þrátt fyrir stórkostlegar framfarir í samskiptum og meiri hreyfanleika er útkjálkamennskan enn þá til en ein forsenda sýningarinnar er að norðursvæðin í heild ásamt okkar litlu höfuðborgum séu hluti af hinni hnattrænu „útkjálkalist“. „Það er ekki eins og við séum að gera eitthvað sérstaklega út frá þessari hugmynd, við gerum að sem við verðum að gera,“ úskýrir Þórdís Alda. „Hugsanlega munu aðrir koma auga á tengsl verkanna fremur en við sjálf - það verður spennandi að sjá hvort gestir sýningarinnar komi auga á einhvers konar samnefnara í túlkun eða myndheimi verkanna.“ Í augum þátttakendanna snýst sýningin ekki um einangrunarstefnu heldur fyrst og fremst sátt við uppruna sinn. „Okkur finnst jákvætt að vera einfaldlega það sem maður er - og fara ekkert í grafgötur með það. Þetta snýst ekki um staðfræði heldur um það sem við getum gert - það sem stendur okkur næst og líka það sem hefur áhrif á okkur, hvort sem það kemur úr okkar nánasta umhverfi eða við þurfum líka að teygja okkur þangað sem straumarnir eru - það er jú partur af nútímanum.“ Verk Þórdísar Öldu, innsetningin „Út í bláinn“, vísar til ferðalaganna - þarfar mannsins til að skoða sig um í heiminum og öllu sem því fylgir, bæði jákvætt og neikvætt. „Það er afstætt hvað vekur undrun og furðu - okkur finnst margt skrýtið þegar við erum erlendis og við erum skrýtin í augum annarra,“ áréttar Þórdís Alda. Náttúran er einnig mikilvægur þáttur í verki hennar líkt og í verkum færeysku listakonunnar Astri Luihn sem sýnir málverk og prent á sýningunni en þau vinnur hún mikið til út frá gömlum goðsögnum. Þriðji listamaðurinn, Norðmaðurinn Ane Lahn, sýnir vídeóverk í Gerðarsafni en verk hans þrjú bera yfirskriftir heimsálfanna Ameríku, Afríku og Evrópu. Sænska listakonan Madeleine Park vinnur einnig með vídeó en innsetning hennar Disco Molecule hverfist um þær efnafræðilegu breytingar sem verða innra með manninum þegar hann upplifir tilfinningalegt áreiti. Park hefur herbergi á neðri hæð safnsins til umráða en þar sendir hún einnig út hljóð er byggja þessum líffræðilegu umskiptum í bland við dúndrandi diskótóna lagins „I feel Love“ með Donnu Summer. Málþing tengt sýningunni hefst í fyrramálið kl. 10 og fer fram í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar við Hringbraut. Markmið málþingsins er að skapa vettvang fyrir gagnrýnar og áhugaverðar umræður um hugtakið „provincialism“, sem gæti útlagst sem sveitamennska á íslensku. Frummælendur þar koma víða en lengst ferðast Theaster Gates Jr., listamaður og kennari við listadeildina í Chicago-háskóla sem einnig mun fremja gjörning á opnuninni ásamt hljóðfæraleikurum. Þá munu Arna Mathiesen, arkitekt sem búsett er í Osló, Guðmundur Oddur Magnússon,prófessor við Listaháskóla Íslands, Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur og Hulda Rós Guðnadóttir, fræði- og listamaður einnig ræða hugtakið frá mismunandi sjónarhornum og beita því á samtímalist sem og samfélagið almennt. Málþingið verður haldið á ensku og er opið öllum. Sýningin stendur til 24. júní, en hún verður sett upp í Hamar í Noregi nóvember og í framhaldinu í Chicago í Bandaríkjunum. Nánari upplýsingar um verkefnið má sjá á heimasíðunni www.provincialists.com. Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Heimóttaskapur hefur sjaldnast þótt mönnum til framdráttar en í hverju felst hann þegar á hólminn er komið? Á morgun verður opnuð sýning þar sem umfjöllunarefnið er „útkjálkamennska“ auk þess sem málþing er skipulagt af sama tilefni. Sýning listahóps sem kennir sig við „The Provincialists“ verður opnuð í Gerðarsafni kl. 15 á morgun en þar er á ferðinni hópur norrænna listamanna sem hittist fyrst í skandínavíska listamannabústaðnum í Róm árið 2004. Sýningin ferðast hingað frá Færeyjum, með ýmsum viðbótum, og geymir verk eftir fjóra listamenn frá Íslandi, Færeyjum, Svíþjóð og Noregi. Þórdís Alda Sigurðardóttir myndlistarmaður segir að þó hún hafi ekki oft leitt hugann að útkjálkamennsku áður en hún komst í kynni við kollega sína suður í Róm, hafi sú hugmynd samt skotið sér niður við ýmis tækifæri. Hún segir að það sem sameini hópinn nú sé sú staðreynd að þau komi öll frá stöðum sem liggja utan hringiðunnar myndlistinni. „Við búum ekki á stöðum þar sem straumar og stefnur eru ákvarðaðar. Við erum öll á jaðrinum - við Norðurlandaþjóðirnar og einnig þeir sem búa fyrir utan stærstu menningarborgir heimsins.“ Þórdís Alda nefnir að ólík tækifæri bjóðist listafólki utan heimsborga myndlistarinnar og að í rótunum búi ákveðinn kraftur. Þrátt fyrir stórkostlegar framfarir í samskiptum og meiri hreyfanleika er útkjálkamennskan enn þá til en ein forsenda sýningarinnar er að norðursvæðin í heild ásamt okkar litlu höfuðborgum séu hluti af hinni hnattrænu „útkjálkalist“. „Það er ekki eins og við séum að gera eitthvað sérstaklega út frá þessari hugmynd, við gerum að sem við verðum að gera,“ úskýrir Þórdís Alda. „Hugsanlega munu aðrir koma auga á tengsl verkanna fremur en við sjálf - það verður spennandi að sjá hvort gestir sýningarinnar komi auga á einhvers konar samnefnara í túlkun eða myndheimi verkanna.“ Í augum þátttakendanna snýst sýningin ekki um einangrunarstefnu heldur fyrst og fremst sátt við uppruna sinn. „Okkur finnst jákvætt að vera einfaldlega það sem maður er - og fara ekkert í grafgötur með það. Þetta snýst ekki um staðfræði heldur um það sem við getum gert - það sem stendur okkur næst og líka það sem hefur áhrif á okkur, hvort sem það kemur úr okkar nánasta umhverfi eða við þurfum líka að teygja okkur þangað sem straumarnir eru - það er jú partur af nútímanum.“ Verk Þórdísar Öldu, innsetningin „Út í bláinn“, vísar til ferðalaganna - þarfar mannsins til að skoða sig um í heiminum og öllu sem því fylgir, bæði jákvætt og neikvætt. „Það er afstætt hvað vekur undrun og furðu - okkur finnst margt skrýtið þegar við erum erlendis og við erum skrýtin í augum annarra,“ áréttar Þórdís Alda. Náttúran er einnig mikilvægur þáttur í verki hennar líkt og í verkum færeysku listakonunnar Astri Luihn sem sýnir málverk og prent á sýningunni en þau vinnur hún mikið til út frá gömlum goðsögnum. Þriðji listamaðurinn, Norðmaðurinn Ane Lahn, sýnir vídeóverk í Gerðarsafni en verk hans þrjú bera yfirskriftir heimsálfanna Ameríku, Afríku og Evrópu. Sænska listakonan Madeleine Park vinnur einnig með vídeó en innsetning hennar Disco Molecule hverfist um þær efnafræðilegu breytingar sem verða innra með manninum þegar hann upplifir tilfinningalegt áreiti. Park hefur herbergi á neðri hæð safnsins til umráða en þar sendir hún einnig út hljóð er byggja þessum líffræðilegu umskiptum í bland við dúndrandi diskótóna lagins „I feel Love“ með Donnu Summer. Málþing tengt sýningunni hefst í fyrramálið kl. 10 og fer fram í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar við Hringbraut. Markmið málþingsins er að skapa vettvang fyrir gagnrýnar og áhugaverðar umræður um hugtakið „provincialism“, sem gæti útlagst sem sveitamennska á íslensku. Frummælendur þar koma víða en lengst ferðast Theaster Gates Jr., listamaður og kennari við listadeildina í Chicago-háskóla sem einnig mun fremja gjörning á opnuninni ásamt hljóðfæraleikurum. Þá munu Arna Mathiesen, arkitekt sem búsett er í Osló, Guðmundur Oddur Magnússon,prófessor við Listaháskóla Íslands, Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur og Hulda Rós Guðnadóttir, fræði- og listamaður einnig ræða hugtakið frá mismunandi sjónarhornum og beita því á samtímalist sem og samfélagið almennt. Málþingið verður haldið á ensku og er opið öllum. Sýningin stendur til 24. júní, en hún verður sett upp í Hamar í Noregi nóvember og í framhaldinu í Chicago í Bandaríkjunum. Nánari upplýsingar um verkefnið má sjá á heimasíðunni www.provincialists.com.
Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira