Viðskipti innlent

Borga fyrir sig

Námsfúsir rússnesku­unnendur geta glaðst yfir því að nám á því sviði við Háskóla Íslands verður byggt upp frá grunni með næsta hausti. Þetta gerir veglegur styrkur frá þeim feðgum Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor Björgólfssyni Háskólanum mögulegt.

Eins og flestir muna lögðu þeir feðgar grunninn að auðæfum sínum með fjárfestingu í bjórfyrirtækinu Bravo International sem þeir stofnuðu í Pétursborg á síðasta áratug síðustu aldar. Fyrirtækið seldu þeir svo til Heineken og var það stærsta fjárfesting erlends fyrirtækis í Rússlandi frá falli Sovétríkjanna. Styrkurinn til Háskólans er kannski leið þeirra feðga til að þakka Rússunum fyrir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×