Viðskipti innlent

Rannsakar nýjar örrásir

Geir H. Haarde afhenti Kristjáni Leóssyni verðlaun Vísinda- og tækniráðs.
Geir H. Haarde afhenti Kristjáni Leóssyni verðlaun Vísinda- og tækniráðs. MYND/hörður

Dr. Kristján Leósson eðlisverkfræðingur hlaut í gær hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs. Verðlaunin eru veitt vísindamanni sem þykir hafa skarað fram úr snemma á ferlinum og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi sem styrkt geti stoðir mannlífs á Íslandi.

„Þetta er fyrst og fremst mikil viðurkenning á þeim störfum sem ég hef verið að vinna, og gaman að finna fyrir því að það sé metið meðal vísindamanna,“ sagði Kristján.

Undanfarið hefur Kristján rannsakað nýjar tegundir örrása sem geta leitt rafstraum og ljósmerki samtímis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×