Að virkja ábyrgð Íslendinga 12. júní 2007 06:00 Þar til fyrir tólf árum var í stjórnarskrá Íslands að finna ákvæði, þar sem „sérhverjum vopnfærum manni" var gert skylt að taka þátt í vörnum landsins ef nauðsyn krefði. Ákvæðið var fellt út úr stjórnarskránni um leið og mannréttindakafli hennar var endurskoðaður með þeim rökum að það væri tímaskekkja, enda hefði það í þau 120 ár sem það var í gildi aldrei fengið praktíska þýðingu. Eftir að landið varð herlaust á ný síðastliðið haust má segja að Íslendingar séu að vakna til vitundar um að höfuðábyrgðina á öryggi og vörnum landsins bera landsmenn sjálfir, þótt enginn sé hér herinn til að árétta fullveldisyfirráð þjóðarinnar í hinni stóru lögsögu landsins til láðs og lagar og í lofti. Það er því hægt að halda því fram að það sé allt eins mikil tímaskekkja að hafa ekkert ákvæði í lögum á Íslandi sem vísar til eigin ábyrgðar þegna íslenzka ríkisins á öryggi og vörnum landsins, eins og sjálfsagt þykir í öðrum sjálfstæðum ríkjum. Nánasta frændþjóð okkar - fyrir utan Færeyinga sem eru jú ekki fullvalda - heldur ekki bara úti atvinnu- og herskylduher, heldur heilu kerfi sem byggir á ábyrgð hvers og eins landsmanns á því að taka þátt í vörnum landsins. Í Noregi er auk hersins heimavarnarliðið, sem er varalið hersins, fær herþjálfun og liðsmenn þess geyma vopn sín heima og eiga að vera tilbúnir til útkalls með mjög skömmum fyrirvara. Þá er þar Sivilforsvaret, sem eru eins konar almannavarnasveitir sem hægt er að skylda alla þegna landsins á aldrinum 18 til 65 ára til þátttöku í. Auk þessara þriggja stofnana - hersins, heimavarnar- og almannavarnaliðsins - eru til sjálfboðaliðabjörgunarsveitir svipað og á Íslandi. Að ógleymdri lögreglunni og strandgæzlunni, sem reyndar er hluti af sjóhernum. Vitanlega skýrist þetta víðtæka kerfi her- og borgaralegra varna í Noregi af sögunni. Eftir lok síðari heimsstyrjaldar var þessu kerfi komið á til að hámarka varnargetu landsins gegn erlendri innrás eins og þeirri sem yfir það skall árið 1940. Skorturinn á slíkum vörnum á Íslandi skýrist með sama hætti af sögunni - mjög fljótlega eftir að íslenzka lýðveldið var stofnað dróst það inn í kalda stríðið, varð meðal stofnríkja NATO og samdi um að á landinu væri að staðaldri erlendur her. Heilar kynslóðir Íslendinga ólust upp við að um varnir landsins sæi hið erlenda herlið og því væri óþarfi að velta fyrir sér ábyrgð Íslendinga sjálfra á þeim. Hið herlausa Ísland reynir því um þessar mundir að hámarka gagnið sem það getur haft af aðildinni að NATO með því að semja við bandalagsþjóðirnar, sem einnig hafa eigin hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi, um eflt samstarf um öryggi og varnir á þessu svæði. En jafnvel það eflda samstarf sem nú hefur verið samið um við Norðmenn og Dani og kann að verða samið um við Breta og Kanadamenn - til viðbótar við samningana sem gerðir voru við Bandaríkin síðastliðið haust og snerta fyrst og fremst viðbúnað á hættutímum - kemur aldrei að fullu í staðinn fyrir eigin ábyrgð Íslendinga á daglegri áréttingu á fullveldisyfirráðum sínum yfir íslenzkri lögsögu. Þetta áréttingarhlutverk er nú að mestu í höndum Landhelgisgæzlunnar en einnig Tollgæzlunnar og lögreglunnar. Hvort það er nóg er eitthvað sem ríkisstjórnin - og Íslendingar almennt - þurfa að gera upp við sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Sjá meira
Þar til fyrir tólf árum var í stjórnarskrá Íslands að finna ákvæði, þar sem „sérhverjum vopnfærum manni" var gert skylt að taka þátt í vörnum landsins ef nauðsyn krefði. Ákvæðið var fellt út úr stjórnarskránni um leið og mannréttindakafli hennar var endurskoðaður með þeim rökum að það væri tímaskekkja, enda hefði það í þau 120 ár sem það var í gildi aldrei fengið praktíska þýðingu. Eftir að landið varð herlaust á ný síðastliðið haust má segja að Íslendingar séu að vakna til vitundar um að höfuðábyrgðina á öryggi og vörnum landsins bera landsmenn sjálfir, þótt enginn sé hér herinn til að árétta fullveldisyfirráð þjóðarinnar í hinni stóru lögsögu landsins til láðs og lagar og í lofti. Það er því hægt að halda því fram að það sé allt eins mikil tímaskekkja að hafa ekkert ákvæði í lögum á Íslandi sem vísar til eigin ábyrgðar þegna íslenzka ríkisins á öryggi og vörnum landsins, eins og sjálfsagt þykir í öðrum sjálfstæðum ríkjum. Nánasta frændþjóð okkar - fyrir utan Færeyinga sem eru jú ekki fullvalda - heldur ekki bara úti atvinnu- og herskylduher, heldur heilu kerfi sem byggir á ábyrgð hvers og eins landsmanns á því að taka þátt í vörnum landsins. Í Noregi er auk hersins heimavarnarliðið, sem er varalið hersins, fær herþjálfun og liðsmenn þess geyma vopn sín heima og eiga að vera tilbúnir til útkalls með mjög skömmum fyrirvara. Þá er þar Sivilforsvaret, sem eru eins konar almannavarnasveitir sem hægt er að skylda alla þegna landsins á aldrinum 18 til 65 ára til þátttöku í. Auk þessara þriggja stofnana - hersins, heimavarnar- og almannavarnaliðsins - eru til sjálfboðaliðabjörgunarsveitir svipað og á Íslandi. Að ógleymdri lögreglunni og strandgæzlunni, sem reyndar er hluti af sjóhernum. Vitanlega skýrist þetta víðtæka kerfi her- og borgaralegra varna í Noregi af sögunni. Eftir lok síðari heimsstyrjaldar var þessu kerfi komið á til að hámarka varnargetu landsins gegn erlendri innrás eins og þeirri sem yfir það skall árið 1940. Skorturinn á slíkum vörnum á Íslandi skýrist með sama hætti af sögunni - mjög fljótlega eftir að íslenzka lýðveldið var stofnað dróst það inn í kalda stríðið, varð meðal stofnríkja NATO og samdi um að á landinu væri að staðaldri erlendur her. Heilar kynslóðir Íslendinga ólust upp við að um varnir landsins sæi hið erlenda herlið og því væri óþarfi að velta fyrir sér ábyrgð Íslendinga sjálfra á þeim. Hið herlausa Ísland reynir því um þessar mundir að hámarka gagnið sem það getur haft af aðildinni að NATO með því að semja við bandalagsþjóðirnar, sem einnig hafa eigin hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi, um eflt samstarf um öryggi og varnir á þessu svæði. En jafnvel það eflda samstarf sem nú hefur verið samið um við Norðmenn og Dani og kann að verða samið um við Breta og Kanadamenn - til viðbótar við samningana sem gerðir voru við Bandaríkin síðastliðið haust og snerta fyrst og fremst viðbúnað á hættutímum - kemur aldrei að fullu í staðinn fyrir eigin ábyrgð Íslendinga á daglegri áréttingu á fullveldisyfirráðum sínum yfir íslenzkri lögsögu. Þetta áréttingarhlutverk er nú að mestu í höndum Landhelgisgæzlunnar en einnig Tollgæzlunnar og lögreglunnar. Hvort það er nóg er eitthvað sem ríkisstjórnin - og Íslendingar almennt - þurfa að gera upp við sig.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun