Hagnaður Kögunar hf. fyrir afskriftir (EBITDA) hefur aukist um 22 prósent frá fyrri helmingi síðasta árs til fyrri helmings þessa árs. Hagnaður eftir skatta á fyrri helmingi ársins nemur 876 milljónum króna. Í fyrra tapaði félagið 394 milljónum.
Kögunarsamstæðan samanstendur af fjórum félögum, Kögun, Skýrr, EJS og Eskli. Kögun er svo hluti af fjarskipta- og upplýsingatæknifélaginu Teymi.