Viðskipti innlent

Íbúðaverð lækkaði í desember

Íbúðaverð hefur lækkað meðal annars vegna aukins framboðs á nýju húsnæði.
Íbúðaverð hefur lækkað meðal annars vegna aukins framboðs á nýju húsnæði.
Íbúðaverð lækkaði um 0,7 prósent á milli mánaða í desember í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríksins. Lækkunin á ársgrundvelli nemur 3,9 prósentum. Greiningardeild Glitnis segir gert hafa verið ráð fyrir að verð myndi lækka á fasteignamarkaði og virðist það vera að koma fram nú.

Greiningardeildin segir í Morgunkorni sínu í dag að sveiflur hafi verið nokkrar á bæði verði sérbýlis og fjölbýlis, þó nokkru meiri á sérbýli. Í desember lækkaði verð á fjölbýli um 1,8 prósent milli mánaða en verð á sérbýli hækkaði um 2,8 prósent er 5 prósenta lækkun mánuðina á undan.

Greiningardeildin segir ástæðurnar fyrir lækkuninni nú byggjast aðallega á auknu framboði á nýju húsnæði og hærri lántökukostnaði í formi hærri vaxta.

Deildin gerir ráð fyrir að atvinnuleysi muni aukast á árinu og muni það dragfa úr eftirspurn eftir íbúðahúsnæði. „Vert er þó að hafa í huga að velta á fasteignamarkaði hefur verið að taka við sér eftir að hafa hægt á sér síðasta sumar. Kaupmáttar aukning vegna skattalækkunar, almennrar launahækkunar og hjöðnun verðbólgunnar mun einnig að öllum líkindum stuðla að aukinni eftirspurn á húsnæðismarkaði á allra næstu mánuðum. Það munu því togast á ólík öfl á fasteignamarkaði næstu misseri," segir í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×