Verða kosningaloforðin efnd? 25. júní 2007 06:00 Fyrir síðustu alþingiskosningar kepptust stjórnmálaflokkarnir við að lofa eldri borgurum margs konar kjarabótum og bættri hjúkrunaraðstöðu.Sumir segja, að stjórnmálamenn efni aldrei kosningaloforðin. Þau séu flest svikin.Ekki vill maður trúa því. Það verður að ætla, að flestir stjórnmálamenn vilji efna þau loforð, sem þeir gefa. Enda þótt stutt sé liðið fá síðustu þingkosningum er full ástæða til þess að fara yfir nokkur kosningaloforð og athuga hvaða líkur eru á því, að þau verði efnd. Hér verður fjallað um málefni eldri borgara og litið á helstu kosningaloforð Samfylkingarinnar við eldri borgara. Ástæðan fyrir því að ég fjalla sérstaklega um loforð Samfylkingarinnar er sú, að ég studdi Samfylkinguna í kosningunum en áður var ég mikið að h ugsa um að styðja sjálfstætt framboð eldri borgara.Ég féll frá því vegna þess,að Samfylkingin setti fram róttæka stefnu í þágu eldri borgara og gaf mörg góð loforð um bætt kjör aldraðra. Ég átti ef til vill nokkurn þátt í því að ekki varð úr framboði eldri borgara. Lífeyrir aldraðra hækki strax í haust Hver voru helstu loforð Samfylkingarinnar við aldraða? Þau voru þessi: 1 ) Lífeyrir aldraðra verði hækkaður svo hann dugi fyrir framfærslukostnaði eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands.Þetta verði gert í áföngum. ( Lífeyrir aldraðra hefur ekki fylgt launavísitölu.Samfylkingin ætlar að leitrétta þetta misrétti.) 2) Skattar á tekjur úr lífeyrissjóði lækki í 10%. 3)Frítekjumark verði hækkað í 100 þúsund á mánuði og nái bæði til atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði. (Tryggingabætur skerðist ekki vegna þessara tekna) .4) Tekjur maka skerði ekki tryggingabætur lífeyrisþega.5 ) Byggð verði 400 hjúkrunarrými á næstu 18 mánuðum og biðlistum eytt. 6) Allt fjármagn úr Framkvæmdasjóði aldraðra renni til uppbyggingar á þágu aldraðra 7) Stofnað verði embætti umboðsmanna aldraðra.8) Skattleysismörk verði hækkuð til samræmis við launabreytingar. ( Ættu að vera 140 þúsund á mánuði nú ef þau hefðu fylgt launabreytingum.) Ekkert framkvæmt enn Ekkert hefur enn verið framkvæmt af þessum kosningaloforðum enda stutt liðið frá síðustu kosningum. Það sem er þó verra er það, að mjög lítið er að finna af þessum atriðum í stjórnarsáttmálanum.Góðar almennar yfirlýsingar er þó þar að finna. Þar stendur að styrkja eigi stöðu aldaðra, draga úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu, bæta eigi hag lágtekju- og millitekjufólks, koma á auknum jöfnuði og bæta kjör þeirra,sem höllum fæti standa..Ennfremur segir þar að hraða verði uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og fjölga einbýlum.Síðasta atriðið kemst nokkuð nálægt stefnuatriði Samfylkingarinnar um hjúkrunarrými. Mér er það ljóst, að í samsteypustjórnum verða flokkar að slá af ítrustu stefnumálum sínum og fá ekki allt sitt fram. En með því að báðir flokkarnir,Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, börðust fyrir bættum hag aldraðra fyrir kosningar ættu þeir að geta orðið sammála um verulegar kjarabætur fyrir eldri borgara strax á haustþingi.Þau mál þola enga bið.Sú litla og gallaða tillaga, sem sumarþingið afgreiddi í þágu aldraðra hrekkur skammt. Samkvæmt henni skerða atvinnutekjur 70 ára og eldri ekki tryggingabætur en tekjur 67-70 ára valda áfram skerðingu tryggingabóta.Slík mismunun ellilífeyrisþega gengur ekki og er öruggleg brot á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar.Þetta verður að leiðrétta strax í haust. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu alþingiskosningar kepptust stjórnmálaflokkarnir við að lofa eldri borgurum margs konar kjarabótum og bættri hjúkrunaraðstöðu.Sumir segja, að stjórnmálamenn efni aldrei kosningaloforðin. Þau séu flest svikin.Ekki vill maður trúa því. Það verður að ætla, að flestir stjórnmálamenn vilji efna þau loforð, sem þeir gefa. Enda þótt stutt sé liðið fá síðustu þingkosningum er full ástæða til þess að fara yfir nokkur kosningaloforð og athuga hvaða líkur eru á því, að þau verði efnd. Hér verður fjallað um málefni eldri borgara og litið á helstu kosningaloforð Samfylkingarinnar við eldri borgara. Ástæðan fyrir því að ég fjalla sérstaklega um loforð Samfylkingarinnar er sú, að ég studdi Samfylkinguna í kosningunum en áður var ég mikið að h ugsa um að styðja sjálfstætt framboð eldri borgara.Ég féll frá því vegna þess,að Samfylkingin setti fram róttæka stefnu í þágu eldri borgara og gaf mörg góð loforð um bætt kjör aldraðra. Ég átti ef til vill nokkurn þátt í því að ekki varð úr framboði eldri borgara. Lífeyrir aldraðra hækki strax í haust Hver voru helstu loforð Samfylkingarinnar við aldraða? Þau voru þessi: 1 ) Lífeyrir aldraðra verði hækkaður svo hann dugi fyrir framfærslukostnaði eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands.Þetta verði gert í áföngum. ( Lífeyrir aldraðra hefur ekki fylgt launavísitölu.Samfylkingin ætlar að leitrétta þetta misrétti.) 2) Skattar á tekjur úr lífeyrissjóði lækki í 10%. 3)Frítekjumark verði hækkað í 100 þúsund á mánuði og nái bæði til atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði. (Tryggingabætur skerðist ekki vegna þessara tekna) .4) Tekjur maka skerði ekki tryggingabætur lífeyrisþega.5 ) Byggð verði 400 hjúkrunarrými á næstu 18 mánuðum og biðlistum eytt. 6) Allt fjármagn úr Framkvæmdasjóði aldraðra renni til uppbyggingar á þágu aldraðra 7) Stofnað verði embætti umboðsmanna aldraðra.8) Skattleysismörk verði hækkuð til samræmis við launabreytingar. ( Ættu að vera 140 þúsund á mánuði nú ef þau hefðu fylgt launabreytingum.) Ekkert framkvæmt enn Ekkert hefur enn verið framkvæmt af þessum kosningaloforðum enda stutt liðið frá síðustu kosningum. Það sem er þó verra er það, að mjög lítið er að finna af þessum atriðum í stjórnarsáttmálanum.Góðar almennar yfirlýsingar er þó þar að finna. Þar stendur að styrkja eigi stöðu aldaðra, draga úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu, bæta eigi hag lágtekju- og millitekjufólks, koma á auknum jöfnuði og bæta kjör þeirra,sem höllum fæti standa..Ennfremur segir þar að hraða verði uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og fjölga einbýlum.Síðasta atriðið kemst nokkuð nálægt stefnuatriði Samfylkingarinnar um hjúkrunarrými. Mér er það ljóst, að í samsteypustjórnum verða flokkar að slá af ítrustu stefnumálum sínum og fá ekki allt sitt fram. En með því að báðir flokkarnir,Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, börðust fyrir bættum hag aldraðra fyrir kosningar ættu þeir að geta orðið sammála um verulegar kjarabætur fyrir eldri borgara strax á haustþingi.Þau mál þola enga bið.Sú litla og gallaða tillaga, sem sumarþingið afgreiddi í þágu aldraðra hrekkur skammt. Samkvæmt henni skerða atvinnutekjur 70 ára og eldri ekki tryggingabætur en tekjur 67-70 ára valda áfram skerðingu tryggingabóta.Slík mismunun ellilífeyrisþega gengur ekki og er öruggleg brot á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar.Þetta verður að leiðrétta strax í haust. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar