Menning

Gott bókaár hjá Svíum

Liza Marklund, metsöluhöfundur Svía og útgefandi
Liza Marklund, metsöluhöfundur Svía og útgefandi

Sænskir bóka­útgefendur una hag sínum vel: síðasta ár jókst sala á sænskum fagur­bókmenntum en sala á þýddum bókum dróst saman. Þessa gætir einnig í sölu barna- og unglingabóka. Talsmenn bókaútgefenda þakka þetta samkeppni milli bókaverslana, stórmarkaða og sölu á neti sem fer vaxandi.



Titlum fækkaði um 2,2 prósent en söluupplög stækkuðu úr 5000 eintökum í 5300. Markaðsvirði innlendra bókmennta jókst um 37 prósent en á tveggja ára tímabili um 8 prósent.



Umskipti í sölu barnabóka eftir innlenda höfunda þakka menn að ekki kom út ný saga um Harry Potter og raunir hans. Sala á hljóðbókum jókst: 359 titlar komu út í því formi og seldust í nær milljón eintökum og eru nú 8 prósent af sölu. Menn hafa áhyggjur af stórauknum birgðum en við þær bættust 40 milljónir eintaka. Svensk bokhandel greinir svo frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×