Landsstjórnin hyggst halda í ráðandi hlut 27. júní 2007 06:30 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Færeyska landsstjórnin, sem hefur selt um 66 prósent hlutafjár við einkavæðingu Føroya Banka, hefur skuldbundið sig til að eiga eftirstöðvarnar í 180 daga frá skráningu bankans á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Eyðun á Rógvi, stjórnarformaður Fíggingargrunnsins frá 1992 (Financing Fund of 1992), býst þó fastlega við því að ríkið haldi fast í ráðandi hlut sinn næstu árin og selji hann ekki nema í einu lagi. „Í samræmi við áætlanir okkar er vilji fyrir því að selja hlutinn á næstu þremur til fimm árum. En þetta veltur allt á pólitískum aðstæðum sem geta alltaf breyst." Mikil eftirspurn var meðal fjárfesta eftir hlutabréfum í færeyska bankanum og var óskað eftir 26 földu magni þess sem í boði var. Miðað við lokagengi Føroya Banka í Kauphöllinni á mánudaginn hefur gengið hækkað um 34,9 prósent eftir skráninguna í síðustu viku og markaðsvirðið aukist um 7,5 milljarða. Bankinn er nú metinn á tæpa 29 milljarða. Eyðun telur ekki að bankinn hafi verið seldur á of lágu verði en vissulega kom gríðarleg eftirspurn til dæmis frá Íslandi, honum á óvart. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því hver viðbrögð fjárfesta verða en ég tel að útboðsgengið hafi verið sanngjarnt," segir hann en það var í verkahring Handelsbanken í Kaupmannahöfn að meta verðmæti bankans. Á næstu mánuðum mun koma í ljós hvort hækkunin helst en Eyðun segir það ekki óalgengt að spenna myndist þegar nýtt fyrirtæki fer á markað. Um helmingur alls þess hlutafjár sem var selt rann til Færeyinga og er talið líklegt að þarlendir fjárfestar ætli sér að byggja upp kjölfestu í bankanum fyrir komandi vöxt. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins lögðu seljendur á það áherslu að fag- og stofnanafjárfestar í Færeyjum sætu að bréfum í útboðinu. Fíggingargrunnurinn á 34 prósent í bankanum og tveir aðrir hluthafar fara yfir fimm prósent. Færeysku fjárfestingafélögin Sp/f Lago Foroyar og Sp/f Skrínið eiga hvort um sig 7,2 prósenta hlut. Færeyskir fagfjárfestar fengu að jafnaði fimmtung af því sem þeir föluðust eftir. Íslenskir kaupahéðnar fengu hins vegar mjög skertan hlut nema einna helst lífeyrissjóðirnir. Þannig fékk sá íslenski fjárfestir sem pantaði lágmarkshlut í fagfjárfestaútboðinu, um 2 milljónir danskra króna, að jafnaði um 45-50 þúsund danskar krónur í sinn hlut, eða rétt um 2,5 prósent af því sem óskað var eftir. Viðskipti Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Færeyska landsstjórnin, sem hefur selt um 66 prósent hlutafjár við einkavæðingu Føroya Banka, hefur skuldbundið sig til að eiga eftirstöðvarnar í 180 daga frá skráningu bankans á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Eyðun á Rógvi, stjórnarformaður Fíggingargrunnsins frá 1992 (Financing Fund of 1992), býst þó fastlega við því að ríkið haldi fast í ráðandi hlut sinn næstu árin og selji hann ekki nema í einu lagi. „Í samræmi við áætlanir okkar er vilji fyrir því að selja hlutinn á næstu þremur til fimm árum. En þetta veltur allt á pólitískum aðstæðum sem geta alltaf breyst." Mikil eftirspurn var meðal fjárfesta eftir hlutabréfum í færeyska bankanum og var óskað eftir 26 földu magni þess sem í boði var. Miðað við lokagengi Føroya Banka í Kauphöllinni á mánudaginn hefur gengið hækkað um 34,9 prósent eftir skráninguna í síðustu viku og markaðsvirðið aukist um 7,5 milljarða. Bankinn er nú metinn á tæpa 29 milljarða. Eyðun telur ekki að bankinn hafi verið seldur á of lágu verði en vissulega kom gríðarleg eftirspurn til dæmis frá Íslandi, honum á óvart. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því hver viðbrögð fjárfesta verða en ég tel að útboðsgengið hafi verið sanngjarnt," segir hann en það var í verkahring Handelsbanken í Kaupmannahöfn að meta verðmæti bankans. Á næstu mánuðum mun koma í ljós hvort hækkunin helst en Eyðun segir það ekki óalgengt að spenna myndist þegar nýtt fyrirtæki fer á markað. Um helmingur alls þess hlutafjár sem var selt rann til Færeyinga og er talið líklegt að þarlendir fjárfestar ætli sér að byggja upp kjölfestu í bankanum fyrir komandi vöxt. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins lögðu seljendur á það áherslu að fag- og stofnanafjárfestar í Færeyjum sætu að bréfum í útboðinu. Fíggingargrunnurinn á 34 prósent í bankanum og tveir aðrir hluthafar fara yfir fimm prósent. Færeysku fjárfestingafélögin Sp/f Lago Foroyar og Sp/f Skrínið eiga hvort um sig 7,2 prósenta hlut. Færeyskir fagfjárfestar fengu að jafnaði fimmtung af því sem þeir föluðust eftir. Íslenskir kaupahéðnar fengu hins vegar mjög skertan hlut nema einna helst lífeyrissjóðirnir. Þannig fékk sá íslenski fjárfestir sem pantaði lágmarkshlut í fagfjárfestaútboðinu, um 2 milljónir danskra króna, að jafnaði um 45-50 þúsund danskar krónur í sinn hlut, eða rétt um 2,5 prósent af því sem óskað var eftir.
Viðskipti Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira