Viðskipti innlent

Væntur gróði

Þegar netbólan reis sem hæst í kringum síðustu aldamót reiknuðu margir með því að gengi hlutabréfa myndi halda áfram að hækka og reiknuðu þeir út væntan hagnað af hlutabréfakaupum með því að margfalda hækkun á einum viðskiptadegi langt fram í tímann. Þeir draumar rættust ekki.

Gengi bréfa í Føroya banka fór hæst í 250 danskar krónur á hlut í Kauphöllinni í vikunni en tók upp á því að lækka um þrjú prósent í gær. Litli hluthafinn, sem áreiðanlega er með smæstu hluthöfum bankans, sá ekki fyrir lækkun sem þessari og fékk fyrir hjartað. Hann horfði á milljónadraumana fuðra upp, velti því alvarlega fyrir sér að selja hlutinn og taka inn hagnaðinn á meðan hann væri enn í plús upp á 3.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×