Slagurinn merki um þroska markaðar 27. júní 2007 04:15 Það hefur verið spennandi að fylgjast með yfirtökuferli Actavis að undanförnu. Hér er í raun á ferð fyrsta yfirtaka félags sem lýtur venjulegum yfirtökulögmálum sem þekkist á stærri mörkuðum. Oft var þörf fyrir slíkt, en í jafn stóru félagi var skýr nauðsyn nú að yfirtökuslagur væri raunverulegur. Smærri hluthafar í Actavis virðast nefnilega raunverulega hafa tekið á móti í ferlinu. Slíkt er afar jákvætt fyrir markaðinn. Besta vörn allra minnstu hluthafa á markaði er virkir fjárfestar sem hafa afl til að veita stærstu fjárfestunum aðhald. Þeir eru besta trygging smæstu hluthafa fyrir hagsmunum sínum í yfirtökuferli, líkt og stærstu hluthafar eru ákveðin hagsmunatrygging smæstu hluthafa meðan fyrirtæki eru í sókn. Actavis er reyndar ljómandi dæmi um hið síðarnefnda. Sterk kjölfesta í félaginu sem staðið hefur við bakið á frábæru stjórnendateymi hefur skilað hluthöfum félagsins gríðarlegri ávöxtun undanfarin ár. Með í för hafa verið smærri hluthafar sem hafa haft óbilandi trú á vegferðinni. Fyrir þá getur verið erfitt að skipta um gír og líta sölu hluta jákvæðum augum. Björgólfur Thor Björgólfsson talar skýrt. Hann er tilbúinn að takast á við þá hluthafa sem ekki vilja út nú með fullum þunga. Við þessu er auðvitað ekkert að segja. Viðskipti snúast um hagsmuni og hagsmunir eins fara ekki endilega saman með hagsmunum annarra. Það er því eðlilegt að menn takist á og stundum býsna fast. Það er líka fullkomlega eðlilegt að stór hluthafi eins og Björgólfur Thor mæti harðri mótspyrnu í viðleitni sinni til að taka félagið yfir. Engin ástæða er fyrir þá sem utan standa að taka afstöðu í þeim slag. Það er hins vegar gott fyrir markaðinn að sjá að mótstaðan virðist raunveruleg, en ekki uppstillt eftir fyrirfram skrifuðu handriti. Það er enn eitt framfarasporið sem íslenski markaðurinn sýnir. Það gleymist oft að íslenski markaðurinn er ungur og hefur vaxið afar hratt. Þroski hans er talsvert umfram það sem við mætti búast miðað við stutta sögu. Það er meðal annars að þakka tengingu bæði Kauphallarinnar og ekki síður íslenskra kaupsýslumanna við erlenda markaði. Slagurinn um Actavis er enn eitt merki þess að við getum vel við unað með þróun íslenska markaðarins. Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Það hefur verið spennandi að fylgjast með yfirtökuferli Actavis að undanförnu. Hér er í raun á ferð fyrsta yfirtaka félags sem lýtur venjulegum yfirtökulögmálum sem þekkist á stærri mörkuðum. Oft var þörf fyrir slíkt, en í jafn stóru félagi var skýr nauðsyn nú að yfirtökuslagur væri raunverulegur. Smærri hluthafar í Actavis virðast nefnilega raunverulega hafa tekið á móti í ferlinu. Slíkt er afar jákvætt fyrir markaðinn. Besta vörn allra minnstu hluthafa á markaði er virkir fjárfestar sem hafa afl til að veita stærstu fjárfestunum aðhald. Þeir eru besta trygging smæstu hluthafa fyrir hagsmunum sínum í yfirtökuferli, líkt og stærstu hluthafar eru ákveðin hagsmunatrygging smæstu hluthafa meðan fyrirtæki eru í sókn. Actavis er reyndar ljómandi dæmi um hið síðarnefnda. Sterk kjölfesta í félaginu sem staðið hefur við bakið á frábæru stjórnendateymi hefur skilað hluthöfum félagsins gríðarlegri ávöxtun undanfarin ár. Með í för hafa verið smærri hluthafar sem hafa haft óbilandi trú á vegferðinni. Fyrir þá getur verið erfitt að skipta um gír og líta sölu hluta jákvæðum augum. Björgólfur Thor Björgólfsson talar skýrt. Hann er tilbúinn að takast á við þá hluthafa sem ekki vilja út nú með fullum þunga. Við þessu er auðvitað ekkert að segja. Viðskipti snúast um hagsmuni og hagsmunir eins fara ekki endilega saman með hagsmunum annarra. Það er því eðlilegt að menn takist á og stundum býsna fast. Það er líka fullkomlega eðlilegt að stór hluthafi eins og Björgólfur Thor mæti harðri mótspyrnu í viðleitni sinni til að taka félagið yfir. Engin ástæða er fyrir þá sem utan standa að taka afstöðu í þeim slag. Það er hins vegar gott fyrir markaðinn að sjá að mótstaðan virðist raunveruleg, en ekki uppstillt eftir fyrirfram skrifuðu handriti. Það er enn eitt framfarasporið sem íslenski markaðurinn sýnir. Það gleymist oft að íslenski markaðurinn er ungur og hefur vaxið afar hratt. Þroski hans er talsvert umfram það sem við mætti búast miðað við stutta sögu. Það er meðal annars að þakka tengingu bæði Kauphallarinnar og ekki síður íslenskra kaupsýslumanna við erlenda markaði. Slagurinn um Actavis er enn eitt merki þess að við getum vel við unað með þróun íslenska markaðarins.
Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira