Golf

Rögnvaldur Magnússon jafnaði vallarmetið á Syðridalsvellinum í Bolungarvík

Rögnvaldur ásamt Runólfi Péturssyni, formanni GBO.
Rögnvaldur ásamt Runólfi Péturssyni, formanni GBO. Mynd/Valdís Hrólfsdóttir

Rögnvaldur Magnússon, kylfingur úr GBO, jafnaði 3 ára gamalt vallarmet Syðridalsvallar í Bolungarvík á föstudaginn, er hann fór þriðja hringinn á 70 höggum (-1) á meistaramóti GBO. Rögnvaldur átti metið sjálfur ásamt Chatchai Phothiya sem einnig kemur úr GBO.

Rögnvaldur bar sigur úr býtum á mótinu, og er þetta þriðja mótið sem að Rögnvaldur vinnur í sumar. Hann hefur áður unnið á Opna Þorbergsmótinu á Patreksfirði og Opna Kaupþingsmótinu í Bolungarvík. „Ég hef æft meira í sumar en ég hef áður gert. Ég reyni að æfa 3-4 sinnum á virkum dögum og spila svo á mótum allar helgar," sagði Rögnvaldur í viðtali við Vísi.

Rögnvaldur fór hringina fjóra á samtals 296 höggum á föstudaginn, eða 12 yfir pari Syðridalsvallar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×