Menning

Lokahelgi Davíðs

Davíð Örn Halldórsson
Davíð Örn Halldórsson

Það er komið að sýningarlokum á fyrstu einkasýningu Davíðs Arnar Halldórssonar í Safninu á Laugavegi. Hann er fæddur í Reykjavík, býr þar og starfar. Davíð Örn fæst við málaralistina og hefur gert síðan hann útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Á þessum tíma hefur Davíð Örn



Verk Davíðs Arnar eru gjarnan byggð á atburðum úr daglega lífinu; persónuleg úrvinnsla á umhverfisskynjun Davíðs, sem hann útfærir gjarnan í formi myndmáls sem á sér grunn í og vísar til teiknimynda, veggjalistar(graffiti), pop-listar og til vestrænnar listasögu. Bakgrunnur Davíðs úr námi í grafík við Listaháskólann leynir sér ekki í verkum hans; það er sá efnislegi grunnur sem listamaðurinn byggir á.



Í Safni sýnir Davíð Örn málverk, sem máluð eru með blandaðri tækni á fundnar tréplötur. Davíð Örn málar einnig á veggi Safns og notar á þá litað límband, sem hluta af veggverkum. Goddur segir um verk hans: „Hann myndbirtir úthverfakúltúrinn. Hann kemur úr úthverfi, er Breiðholtsgötustrákur. Samt er eins og maður gangi inní expressjóníska mið-evrópska landslagshefð, allt frá secessjónistum til Hundertwassers. Hann málar á fundna hluti, borð, hurðir, palla, mottur, dúka o.þ.h. Hann notar túss, sprey og stensla, það flæðir út á veggina og myndar einskonar abstrakt landslag hugvíkkandi sýrunnar. Tónlistin er nálæg. Maður sér í ecstasíuna, danskúltúrinn og reifið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.