Leyndarmálið afhjúpað 23. ágúst 2007 05:00 Ísleifur hefur tryggt sér útgáfuréttinn að íslenskri útgáfu myndarinnar The Secret. MYND/Pjetur Fyrirtækið Græna ljósið hefur tryggt sér útgáfuréttinn á kvikmyndinni The Secret með íslenskri talsetningu og texta. „Ég hef ekki séð aðra eins spennu og eftirspurn eftir nokkrum DVD-diski hér á landi,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Græna ljóssins ,um The Secret. „Það hefur myndast hálfgerður svartur markaður hérna og menn hafa keypt myndina í Englandi á uppsprengdu verði, 4700 krónur. Það að það sé svartamarkaðsstarf í gangi sýnir að það er gríðarleg eftirspurn eftir henni.“ Að sögn Ísleifs var myndin ekki sýnd í kvikmyndahúsum þegar hún kom út erlendis, heldur eingöngu á DVD. „The Secret er fyrst og fremst bíómynd um þetta blessaða lögmál aðdráttaraflsins. Það sem þú hugsar rætist. Það sem þú ert alltaf að hugsa um og einbeita þér að, það laðast að þér í lífinu,“ segir hann. Stefnt er að útgáfu myndarinnar í seinni hluta september eða byrjun október og standa vonir til að aðstandendur myndarinnar eða leikendur komi hingað af því tilefni. „Oprah er búin að taka The Secret algjörlega upp á sína arma og myndin hefur verið að fá stanslausa umfjöllun hjá henni. Við vonumst til að fá hingað fólkið sem hefur verið hvað sýnilegast hjá henni,“ segir Ísleifur. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fyrirtækið Græna ljósið hefur tryggt sér útgáfuréttinn á kvikmyndinni The Secret með íslenskri talsetningu og texta. „Ég hef ekki séð aðra eins spennu og eftirspurn eftir nokkrum DVD-diski hér á landi,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Græna ljóssins ,um The Secret. „Það hefur myndast hálfgerður svartur markaður hérna og menn hafa keypt myndina í Englandi á uppsprengdu verði, 4700 krónur. Það að það sé svartamarkaðsstarf í gangi sýnir að það er gríðarleg eftirspurn eftir henni.“ Að sögn Ísleifs var myndin ekki sýnd í kvikmyndahúsum þegar hún kom út erlendis, heldur eingöngu á DVD. „The Secret er fyrst og fremst bíómynd um þetta blessaða lögmál aðdráttaraflsins. Það sem þú hugsar rætist. Það sem þú ert alltaf að hugsa um og einbeita þér að, það laðast að þér í lífinu,“ segir hann. Stefnt er að útgáfu myndarinnar í seinni hluta september eða byrjun október og standa vonir til að aðstandendur myndarinnar eða leikendur komi hingað af því tilefni. „Oprah er búin að taka The Secret algjörlega upp á sína arma og myndin hefur verið að fá stanslausa umfjöllun hjá henni. Við vonumst til að fá hingað fólkið sem hefur verið hvað sýnilegast hjá henni,“ segir Ísleifur.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira