Menning

Einkasýning Heklu

Sýning Heklu Daggar Jónsdóttur í Nýlistasafninu ber heitið Liminality: alveg á mörkunum og vísar til millibilssvæðis.
Sýning Heklu Daggar Jónsdóttur í Nýlistasafninu ber heitið Liminality: alveg á mörkunum og vísar til millibilssvæðis.

Hekla Dögg Jónsdóttir opnar einkasýningu í Nýlistasafninu í dag. Sýningin ber heitið „Liminality; alveg á mörkunum“ og stendur til 19. ágúst. „Liminality” vísar til millibilssvæðis eða griðastaðar sem áhorfanda gefst færi á að dvelja í, að því er segir í fréttatilkynningu. Hekla Dögg gefur gestum tækifæri á að sjá og upplifa ný verk í bland við eldri, og þannig gefst almenningi kostur á að kynna sér feril Heklu Daggar.

Hekla Dögg er tilnefnd til Sjónlistaorðunnar 2007 fyrir verkið „Foss“ á samnefndri sýningu á Kjarvalsstöðum, röð verka í sýningunni „Ljósaskipti“ í Gallerí Kling og Bang ásamt „Fireworks for LA“ sem hún sýndi nýverið í Los Angeles. Hún býr og starfar í New York og Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×