Segja afgreiðsluna hafa verið eðlilega 28. apríl 2007 08:30 Jónína Bjartmarz Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Alþingi hafa staðið eðlilega að því að veita átján útlendingum sem búsettir eru hér á land íslenskt ríkisfang í mars síðastliðnum. „Fólki finnst það eitthvað sérstakt við þetta mál að þessi umrædda kona hafi verið hér á landi í stuttan tíma. Af þeim málum sem Alþingi hefur afgreitt á þessu kjörtímabili eru þrjátíu prósent umsækjenda sem hafa verið tvö ár eða skemur hér á landi. Þannig að þetta mál er ekki sérstakt að neinu leyti hvað það snertir." Lucia Celeste Molina Sierra, 22 ára kona frá Gvatemala sem er kærasta Birnis Orra Péturssonar, sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra, var ein af átján sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í mars síðastliðnum. Umsækjendur voru 36 í það skiptið. Jónína neitar því alfarið að hafa beitt áhrifum sínum til þess að greiða fyrir því að Lucia fengi ríkisborgararétt. Jónína var umboðsmaður stúlkunnar er hún fékk skráð dvalarleyfi hér á landi í nóvember 2005. „Ég var skráður umboðsmaður er hún var að sækja um dvalarleyfi hér á landi og Útlendingastofnun var kunnugt um það. Ég ræddi aldrei við neinn hjá Útlendingastofnun um ríkisborgararétt. Tengsl mín við málið voru engin." Þrír nefndarmenn, Bjarni, Guðjón Ólafur Jónsson og Guðrún Ögmundsdóttir, fóru yfir umsóknirnar sem fyrir lágu og lögðu til að átján einstaklingar fengju ríkisborgararétt að þessu sinni. Þau neita því öll að hafa vitað um tengsl Luciu við Jónínu og segja ekkert óeðlilegt hafa verið við afgreiðsluna. Bjarni Benediktsson Lucia hafði verið með dvalarleyfi námsmanna í fimmtán mánuði en almenna reglan, samkvæmt lögum um ríkisborgararétt, er að einstaklingar þurfi að hafa búið hér á landi í sjö ár áður en ríkisfang er veitt, en þrjú ár ef viðkomandi einstaklingur hefur verið í hjúskap með Íslendingi. Umsóknir þeirra sem ekki uppfylla þessi skilyrði koma inn á borð allsherjarnefndar en aðrar ekki. Dómsmálaráðherra veitir íslenskan ríkisborgararétt eftir að Útlendingastofnun hefur farið yfir umsagnir. Í tilfelli Luciu taldi Útlendingastofnun að hún hefði dvalið hér á landi í of stuttan tíma til þess að hægt væri að veita henni íslenskan ríkisborgararétt. Allsherjarnefnd fékk því umsókn hennar til umfjöllunar. Jónína greiddi sjálf atkvæði með því að útvaldir umsækjendur fengju ríkisborgararétt. Alþingi samþykkti með lögum 23. mars að veita átján útlendingum íslenskan ríkisborgarrétt. Meðal þeirra var kærasta sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. Bjarni segir það ekki hafa legið fyrir, út frá þeim upplýsingum sem lágu til grundvallar er umsóknin var samþykkt í allsherjarnefnd, að Jónína hefði verið umboðsmaður stúlkunnar er hún fékk dvalarleyfi. „Við vorum ekki með upplýsingar um að hún [Jónína Bjartmarz] hefði verið skráður umboðsmaður stúlkunnar er hún fékk dvalarleyfi hér á landi. Það var ekkert óeðlilegt við afgreiðslu þessa máls, það fór eðlilega leið og Alþingi samþykkti með þverpólitískum meirihluta eins og alltaf er í þessum málum," sagði Bjarni. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Alþingi hafa staðið eðlilega að því að veita átján útlendingum sem búsettir eru hér á land íslenskt ríkisfang í mars síðastliðnum. „Fólki finnst það eitthvað sérstakt við þetta mál að þessi umrædda kona hafi verið hér á landi í stuttan tíma. Af þeim málum sem Alþingi hefur afgreitt á þessu kjörtímabili eru þrjátíu prósent umsækjenda sem hafa verið tvö ár eða skemur hér á landi. Þannig að þetta mál er ekki sérstakt að neinu leyti hvað það snertir." Lucia Celeste Molina Sierra, 22 ára kona frá Gvatemala sem er kærasta Birnis Orra Péturssonar, sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra, var ein af átján sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í mars síðastliðnum. Umsækjendur voru 36 í það skiptið. Jónína neitar því alfarið að hafa beitt áhrifum sínum til þess að greiða fyrir því að Lucia fengi ríkisborgararétt. Jónína var umboðsmaður stúlkunnar er hún fékk skráð dvalarleyfi hér á landi í nóvember 2005. „Ég var skráður umboðsmaður er hún var að sækja um dvalarleyfi hér á landi og Útlendingastofnun var kunnugt um það. Ég ræddi aldrei við neinn hjá Útlendingastofnun um ríkisborgararétt. Tengsl mín við málið voru engin." Þrír nefndarmenn, Bjarni, Guðjón Ólafur Jónsson og Guðrún Ögmundsdóttir, fóru yfir umsóknirnar sem fyrir lágu og lögðu til að átján einstaklingar fengju ríkisborgararétt að þessu sinni. Þau neita því öll að hafa vitað um tengsl Luciu við Jónínu og segja ekkert óeðlilegt hafa verið við afgreiðsluna. Bjarni Benediktsson Lucia hafði verið með dvalarleyfi námsmanna í fimmtán mánuði en almenna reglan, samkvæmt lögum um ríkisborgararétt, er að einstaklingar þurfi að hafa búið hér á landi í sjö ár áður en ríkisfang er veitt, en þrjú ár ef viðkomandi einstaklingur hefur verið í hjúskap með Íslendingi. Umsóknir þeirra sem ekki uppfylla þessi skilyrði koma inn á borð allsherjarnefndar en aðrar ekki. Dómsmálaráðherra veitir íslenskan ríkisborgararétt eftir að Útlendingastofnun hefur farið yfir umsagnir. Í tilfelli Luciu taldi Útlendingastofnun að hún hefði dvalið hér á landi í of stuttan tíma til þess að hægt væri að veita henni íslenskan ríkisborgararétt. Allsherjarnefnd fékk því umsókn hennar til umfjöllunar. Jónína greiddi sjálf atkvæði með því að útvaldir umsækjendur fengju ríkisborgararétt. Alþingi samþykkti með lögum 23. mars að veita átján útlendingum íslenskan ríkisborgarrétt. Meðal þeirra var kærasta sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. Bjarni segir það ekki hafa legið fyrir, út frá þeim upplýsingum sem lágu til grundvallar er umsóknin var samþykkt í allsherjarnefnd, að Jónína hefði verið umboðsmaður stúlkunnar er hún fékk dvalarleyfi. „Við vorum ekki með upplýsingar um að hún [Jónína Bjartmarz] hefði verið skráður umboðsmaður stúlkunnar er hún fékk dvalarleyfi hér á landi. Það var ekkert óeðlilegt við afgreiðslu þessa máls, það fór eðlilega leið og Alþingi samþykkti með þverpólitískum meirihluta eins og alltaf er í þessum málum," sagði Bjarni.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira