Enn biðstaða í Stork Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. ágúst 2007 02:00 Sjoerd Vollebregt, formaður framkvæmdastjórnar Stork heldur hér erindi á ársfundi samstæðunnar þar sem uppgjör hennar var kynnt í byrjun árs. Markaðurinn/AFP Marel, sem í gegnum eignarhaldsfélagið LME, fer með um fimmtungshlut í hollenska iðnfyrirtækinu Stork, stendur enn gegn væntanlegu yfirtökutilboði fjárfestingarsjóðsins Candover á félaginu. Marel hefur hug á að kaupa Stork Food Systems matvælavinnsluvélahluta Stork. Samkvæmt heimildum Markaðarins er ákveðin biðstaða í málinu og hefur ekki enn komið til alvarlegra viðræðna milli stjórnar Stork og Marels um kaup á matvælavinnsluvélahlutanum. Vangaveltur eru uppi um hvort Candover muni lækka skilyrði í tilboði sínu, sem gerir ráð fyrir því að 80 prósent hluthafa að minnsta kosti taki tilboðinu, eða hækki jafnvel væntanlegt tilboð. Beðið er ákvörðunar sjóðsins þar að lútandi. Stjórn Stork hefur mælt með væntanlegu tilboði sem hljóðar upp á 47 evrur á hlut. Forstjóri Candover hefur ekki látið annað eftir sér hafa um málið en fleiri en ein leið liggi milli Rómar og Mílanó. Gengi bréfa Stork er um þessar mundir heldur yfir 47 evrum og því ólíklegt að yfirtökutilboð komi frá sjóðnum óbreytt. Þá kann að hafa áhrif á næstu skref að hollenski bankinn ABN-Amro hefur dregið til baka stuðning sinn við yfirtökutilboð frá breska bankanum Barclays, en hann keppir við Royal Bank of Scotland (RBS) um að kaupa bankann. Vegur þar þyngst lagatúlkun í Hollandi um að stjórn bankans sé ekki stætt á að styðja tilboð sem færi hluthöfum minna í aðra hönd en tilboð frá öðrum. ABN-Amro fer því þá leið nú að mæla með hvorugu tilboðinu. Staðan er sögð sambærileg við stöðuna hjá Stork því Barclays ætlaði að halda rekstrinum óbreyttum, en RBS að skipta honum upp. Stærstu hluthafar Stork hafa lýst áhuga á því að skipta upp samstæðunni, en Candover er sagst sama sinnis og stjórn Stork sem ekki hefur viljað selja hluta frá kjarnastarfseminni. Þó vekur spurningar um afstöðubreytingu hjá stjórn Stork ákvörðun hennar frá því á fimmtudag um að selja frá samstæðunni til Bencis Capital Partners 60 prósenta eignarhlut í prentvinnsluhluta samstæðunnar, Stork Prints. Samkvæmt upplýsingum á vef samstæðunnar á þeirri sölu að ljúka í næsta mánuði. Haft hefur verið eftir talsmanni Stork í hollenska viðskiptaritinu Het Financieele Dagblad að félagið hafi ekki heyrt af fleiri tilboðum í Stork þrátt fyrir orðróm um annað. Vangaveltur hafa verið uppi um viðræður Marels við fjárfestingarsjóði um gerð gagntilboðs í samstæðuna, en það hefur ekki fengist staðfest. Viðskipti Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Marel, sem í gegnum eignarhaldsfélagið LME, fer með um fimmtungshlut í hollenska iðnfyrirtækinu Stork, stendur enn gegn væntanlegu yfirtökutilboði fjárfestingarsjóðsins Candover á félaginu. Marel hefur hug á að kaupa Stork Food Systems matvælavinnsluvélahluta Stork. Samkvæmt heimildum Markaðarins er ákveðin biðstaða í málinu og hefur ekki enn komið til alvarlegra viðræðna milli stjórnar Stork og Marels um kaup á matvælavinnsluvélahlutanum. Vangaveltur eru uppi um hvort Candover muni lækka skilyrði í tilboði sínu, sem gerir ráð fyrir því að 80 prósent hluthafa að minnsta kosti taki tilboðinu, eða hækki jafnvel væntanlegt tilboð. Beðið er ákvörðunar sjóðsins þar að lútandi. Stjórn Stork hefur mælt með væntanlegu tilboði sem hljóðar upp á 47 evrur á hlut. Forstjóri Candover hefur ekki látið annað eftir sér hafa um málið en fleiri en ein leið liggi milli Rómar og Mílanó. Gengi bréfa Stork er um þessar mundir heldur yfir 47 evrum og því ólíklegt að yfirtökutilboð komi frá sjóðnum óbreytt. Þá kann að hafa áhrif á næstu skref að hollenski bankinn ABN-Amro hefur dregið til baka stuðning sinn við yfirtökutilboð frá breska bankanum Barclays, en hann keppir við Royal Bank of Scotland (RBS) um að kaupa bankann. Vegur þar þyngst lagatúlkun í Hollandi um að stjórn bankans sé ekki stætt á að styðja tilboð sem færi hluthöfum minna í aðra hönd en tilboð frá öðrum. ABN-Amro fer því þá leið nú að mæla með hvorugu tilboðinu. Staðan er sögð sambærileg við stöðuna hjá Stork því Barclays ætlaði að halda rekstrinum óbreyttum, en RBS að skipta honum upp. Stærstu hluthafar Stork hafa lýst áhuga á því að skipta upp samstæðunni, en Candover er sagst sama sinnis og stjórn Stork sem ekki hefur viljað selja hluta frá kjarnastarfseminni. Þó vekur spurningar um afstöðubreytingu hjá stjórn Stork ákvörðun hennar frá því á fimmtudag um að selja frá samstæðunni til Bencis Capital Partners 60 prósenta eignarhlut í prentvinnsluhluta samstæðunnar, Stork Prints. Samkvæmt upplýsingum á vef samstæðunnar á þeirri sölu að ljúka í næsta mánuði. Haft hefur verið eftir talsmanni Stork í hollenska viðskiptaritinu Het Financieele Dagblad að félagið hafi ekki heyrt af fleiri tilboðum í Stork þrátt fyrir orðróm um annað. Vangaveltur hafa verið uppi um viðræður Marels við fjárfestingarsjóði um gerð gagntilboðs í samstæðuna, en það hefur ekki fengist staðfest.
Viðskipti Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira