Lækkanir til marks um alþjóðleg áhrif Jón Skaftason skrifar 1. ágúst 2007 02:45 Lækkanir undanfarinnar viku skýrast einkum af verðrýrnun erlendra fjárfestinga og gengistapi, og þykja til marks um aukna alþjóðavæðingu íslensks viðskiptalífs. Fréttablaðið/Stefán Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur lækkað um tæplega 4,5 prósent undanfarna viku og er lækkunin í samræmi við þær lækkanir sem orðið hafa á erlendum mörkuðum. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis, segir íslenskan hlutabréfamarkað sífellt verða alþjóðlegri. Stór hluti íslenskra félaga sé bæði með fjárfestingar og starfsemi erlendis, sem verði fyrir beinum áhrifum af gengi á erlendum mörkuðum, „Mörg félögin hér á landi eru með fjárfestingar og starfsemi erlendis. Þá eru margir innlendir fjárfestar sem eiga eignir í útlöndum, auk þess sem stórir erlendir fjárfestar eru orðnir umsvifamiklir á íslenskum fjármálamarkaði. Allt þetta er til marks um hversu alþjóðlegt viðskiptalífið er orðið.“ Breska FTSE 100-vísitalan hefur lækkað um 4,5 prósent undanfarna viku, hin franska CAC40 um 4,4 prósent og þýska DAXið litlu meira. Hin danska C20-vísitala hefur lækkað um tæplega 3,4 prósent, norska OBX-vísitalan um rúmlega 4,4 prósent og OMXS30 í Svíþjóð um tæplega 3,7 prósent. Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 4,2 prósent síðastliðna viku og hefur ekki lækkað meira á einni viku síðan árið 2003. NASDAQ-vísitalan lækkaði um 1,34 prósent. Ingólfur telur hin alþjóðlegu áhrif einkum birtast á tvennan hátt; fjárfestingar erlendis rýrni í verði þegar skarpar lækkanir verða á mörkuðum líkt og undanfarna daga, auk þess sem veiking krónunnar valdi fjárfestum gengistapi. Einnig sé athyglisvert að hér heima hafi ekkert sérstakt gerst sem gæfi tilefni til svo skarpra lækkana, til að mynda hafi uppgjörshrinan sem nú stendur yfir verið tiltölulega góð, „Markaðurinn hér heima hefur þó hækkað talsvert undanfarið. Menn fá alltaf smávægilegan hroll þegar svo er og búast við leiðréttingu. Sú kann að vera skýringin að einhverju leyti. Meginorsökin er hins vegar þessar breytingar sem orðið hafa erlendis og knýja innlendan hlutabréfamarkað niður.“ Viðskipti Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur lækkað um tæplega 4,5 prósent undanfarna viku og er lækkunin í samræmi við þær lækkanir sem orðið hafa á erlendum mörkuðum. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis, segir íslenskan hlutabréfamarkað sífellt verða alþjóðlegri. Stór hluti íslenskra félaga sé bæði með fjárfestingar og starfsemi erlendis, sem verði fyrir beinum áhrifum af gengi á erlendum mörkuðum, „Mörg félögin hér á landi eru með fjárfestingar og starfsemi erlendis. Þá eru margir innlendir fjárfestar sem eiga eignir í útlöndum, auk þess sem stórir erlendir fjárfestar eru orðnir umsvifamiklir á íslenskum fjármálamarkaði. Allt þetta er til marks um hversu alþjóðlegt viðskiptalífið er orðið.“ Breska FTSE 100-vísitalan hefur lækkað um 4,5 prósent undanfarna viku, hin franska CAC40 um 4,4 prósent og þýska DAXið litlu meira. Hin danska C20-vísitala hefur lækkað um tæplega 3,4 prósent, norska OBX-vísitalan um rúmlega 4,4 prósent og OMXS30 í Svíþjóð um tæplega 3,7 prósent. Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 4,2 prósent síðastliðna viku og hefur ekki lækkað meira á einni viku síðan árið 2003. NASDAQ-vísitalan lækkaði um 1,34 prósent. Ingólfur telur hin alþjóðlegu áhrif einkum birtast á tvennan hátt; fjárfestingar erlendis rýrni í verði þegar skarpar lækkanir verða á mörkuðum líkt og undanfarna daga, auk þess sem veiking krónunnar valdi fjárfestum gengistapi. Einnig sé athyglisvert að hér heima hafi ekkert sérstakt gerst sem gæfi tilefni til svo skarpra lækkana, til að mynda hafi uppgjörshrinan sem nú stendur yfir verið tiltölulega góð, „Markaðurinn hér heima hefur þó hækkað talsvert undanfarið. Menn fá alltaf smávægilegan hroll þegar svo er og búast við leiðréttingu. Sú kann að vera skýringin að einhverju leyti. Meginorsökin er hins vegar þessar breytingar sem orðið hafa erlendis og knýja innlendan hlutabréfamarkað niður.“
Viðskipti Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira