Kunna ekki að skrifa 10. ágúst 2007 03:00 Liza Marklund, söluhæstu krimmahöfundar Svía eru konur. Sænsku krimmahöfundarnir Liza Marklund og Camilla Lackberg, sem þekktar eru hér á landi af glæpasögum sínum sem ARI útgáfa hefur gefið út hin síðari misseri, hafa á þessu sumri mátt þola nokkurt mótlæti af hendi starfsbræðra sinna. Báðar eru þær með söluhæstu höfundum í Svíþjóð og hafa rakað saman miklum tekjum af sölu bóka, svo miklum að Marklund hefur stofnað sérstaka útgáfu um verk sín. Það eru starfsbræður þeirra á markaði sakamálasagna sem beina spjótum að glæpadrottningunum, eins og þær eru oft kallaðar í heimalandi sínu. Ernst Brunner segir þær kunna lítið til verka í viðtali við Expressen og Leif G. W. Larson segir fléttur í vinsælum metsölubókum Lackberg eins og þær séu fengnar úr rómantísku tímariti hestaunnenda, Min Hest. Maj Sjöwall, sá virti brautryðjandi í skrifum glæpasagna á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað, sagði fyrr í sumar að fátæklegur orðaforði einkenndi verk Marklund, svo fátæklegur að hún gæti ekki lesið þær. Annar virtur sagnahöfundur Svía, Jan Guillou, hefur komið þeim til varnar. Deilan hefur kallað á viðbrögð gagnrýnenda. Samkvæmt Politiken hefur Niels Lillelund, gagnrýnandi á Jyllands-Posten, sagt verk Marklund full af klisjum og illa skrifuð. Það eigi reyndar ekki bara við um hennar texta heldur líka margra karlmanna á þessum akri ritmennskunnar. Sakamálasögur hafa í Skandinavíu verið rúmfrekar á sölulistum eins og hér á landi. Deilur þessar bera keim af nöldri íslenskra höfunda á liðnum haustum yfir þeirri athygli sem Arnaldur og fleiri hafa notið meðal almennings og í fjölmiðlum. Camilla Lackberg er einn þeirra höfunda sem hingað koma í tengslum við Reyfi Norræna hússins sem verður fyrirferðarmikið í samkomuhaldi í höfuðborginni síðustu vikur ágústmánaðar. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sænsku krimmahöfundarnir Liza Marklund og Camilla Lackberg, sem þekktar eru hér á landi af glæpasögum sínum sem ARI útgáfa hefur gefið út hin síðari misseri, hafa á þessu sumri mátt þola nokkurt mótlæti af hendi starfsbræðra sinna. Báðar eru þær með söluhæstu höfundum í Svíþjóð og hafa rakað saman miklum tekjum af sölu bóka, svo miklum að Marklund hefur stofnað sérstaka útgáfu um verk sín. Það eru starfsbræður þeirra á markaði sakamálasagna sem beina spjótum að glæpadrottningunum, eins og þær eru oft kallaðar í heimalandi sínu. Ernst Brunner segir þær kunna lítið til verka í viðtali við Expressen og Leif G. W. Larson segir fléttur í vinsælum metsölubókum Lackberg eins og þær séu fengnar úr rómantísku tímariti hestaunnenda, Min Hest. Maj Sjöwall, sá virti brautryðjandi í skrifum glæpasagna á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað, sagði fyrr í sumar að fátæklegur orðaforði einkenndi verk Marklund, svo fátæklegur að hún gæti ekki lesið þær. Annar virtur sagnahöfundur Svía, Jan Guillou, hefur komið þeim til varnar. Deilan hefur kallað á viðbrögð gagnrýnenda. Samkvæmt Politiken hefur Niels Lillelund, gagnrýnandi á Jyllands-Posten, sagt verk Marklund full af klisjum og illa skrifuð. Það eigi reyndar ekki bara við um hennar texta heldur líka margra karlmanna á þessum akri ritmennskunnar. Sakamálasögur hafa í Skandinavíu verið rúmfrekar á sölulistum eins og hér á landi. Deilur þessar bera keim af nöldri íslenskra höfunda á liðnum haustum yfir þeirri athygli sem Arnaldur og fleiri hafa notið meðal almennings og í fjölmiðlum. Camilla Lackberg er einn þeirra höfunda sem hingað koma í tengslum við Reyfi Norræna hússins sem verður fyrirferðarmikið í samkomuhaldi í höfuðborginni síðustu vikur ágústmánaðar.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira