Viðskipti innlent

Margt spjallað

Spákaupmaðurinn á horninu skrifar

Óskaplega finnst mér stundum gaman að tala við guttana í bönkunum. Ótrúlega vel mannaðar ljósritunarvélarnar í þessum fyrirtækjum. Þeir koma náttúrlega úr boltanum margir hverjir og skemmtilega innstilltir á að halda með sínu liði.

Kerlingar eru af báðum kynjum sagði amma mín stundum og bætti þá jafnvel við að oft væru karlar verstu kerlingarnar. Þetta á líka við um kjaftakerlingar og þar láta bankaguttarnir ekki sitt eftir liggja. Þeir eru að minnsta kosti ekkert að fegra hlut samkeppnisaðilana. Sérstaklega er þetta skemmtilegt þegar verða afturkippir á borð við sub-prime áfallið vestanhafs, þá þarf ekki mikið til að egg í garði nágrannans verði að heilu

hæsnabúi í MSN-spjallinu.

Ég náttúrlega hef það bara gott samt og hlæ að þessum titringi. Eftir hagnaðartöku sumarsins er maður núna vel í stakk búinn til að nýta sér þau færi sem gefast um það leiti sem markaðurinn hristir af sér þá sem mest eru gíraðir.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×