Menning

Banksy og Warhol í eina sæng

Myndin til vinstri er eftir Banksy og sú til hægri eftir Warhol. Ekki virðist sá fyrrnefndi bera mikla virðingu fyrir drottningunni.
Myndin til vinstri er eftir Banksy og sú til hægri eftir Warhol. Ekki virðist sá fyrrnefndi bera mikla virðingu fyrir drottningunni.
Í menningarmiðstöðinni The Hospital Gallery er nú att saman New York-listamanninum Andy Warhol og breska götulistamanninum Banksy. Þó þessir tveir listamenn eigi alls ólíkan bakgrunn er list þeirra ekki svo ósvipuð og sést það á sýningunni þar sem verk þeirra eru sýnd saman.

Á meðal verka Banksys á sýningunni er portrett af Winston Churchill í anda Warhols. Listaverk af Tesco-súpum í stað þeirra frægu Campbell's frá Andy og Kate Moss stílíseruð líkt og Marilyn Monroe.

Kate Moss stílíseruð líkt og Marilyn Monroe.
Banksy er sennilega þekktastur fyrir að fíflast í alvarlegum listasöfnum og tókst meðal annars að lauma mynd í anda fornu hellamyndanna inn á British Museum en hans mynd var ólík hinum að því leyti að hellisbúinn ýtti innkaupakerru á undan sér. Einnig er hann bráðsnjall graffiti-listamaður og afar virtur í þeim geira.

Banksy er hrifnari af Tesco en Campbell.
The Hospital er í Covent Garden og var sett á stofn af Dave Stewart í hljómsveitinni The Eurithmics. Í þessari skemmtilegu miðstöð má meðal annars finna kvikmynda-, sjónvarps- og upptökustúdíó, listagallerí, bókasafn, þrjá bari og fleira en miðstöðin hefur breytt nánast ónýttu horni af Covent Garden í fjölsóttan og áhugaverðan stað.

Listaverk af Churchill í anda Warhols.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.