Hönnunarnemar selja blóðbergsdrykk 18. ágúst 2007 05:30 Nemendur á þriðja ári hönnunardeildar Listaháskóla Íslands verða með aðsetur í Gallerí Sellerí á menningarnótt og verður þar mikið húllumhæ í gangi. Nemendur í vöruhönnun munu selja margrómaðan blóðbergsdrykk sem vakti mikla lukku á sýningu í Matarsetrinu í byrjun árs. „Við munum selja blóðbergsdrykkinn sem við Sindri Páll Sigurðsson gerðum í sérstökum matarhönnunarkúrsi síðasta vetur," segir Hafsteinn Júlíusson, nemandi í vöruhönnun. „Ætlunin er að blanda hátt í tólf hundruð drykki og við höfum fengið um fjögur hundruð lítra af gosi í styrk frá Ölgerðinni. Í þetta sinn notum við aðstöðuna í skólanum í eldamennskuna en síðast þurftum við að blanda þetta heima hjá mér og það var fáránlegt. Allt úti um allt. Drykkurinn er meðal annars samsettur af blóðbergstei, sódavatni og bláberjaþykkni sem við fáum frá Heilsuhúsinu," segir Hafsteinn en hann seldi drykkinn áður á sýningunni sem haldin var í lok matarkúrssins. „Þá vorum við með einhverjar hundrað flöskur sem seldust upp á tuttugu mínútum en sýningin stóð í fimm tíma svo við vorum ekki með neitt til sölu í rúma fjóra tíma. Þess vegna fannst okkur við verða að gera þetta aftur og hyggjumst selja drykkinn á fimm hundruð kall. Einnig verðum við með eins konar kebab-klaka á staðnum, frystan drykk sem við sköfum af og gefum fólki að smakka." Auk hins séríslenska blóðbergsdrykks verða aðrir nemendur skólans með boli og plaköt til sölu. „Það verða þarna einhverjir úr fatahönnun og grafískri hönnun að þrykkja á boli á staðnum. Við verðum svo öll með sýningu á verkum okkar í galleríinu og tónlistarmaðurinn Johnny Sexual leikur fyrir gesti. Það verður því mikið glens hjá okkur þarna í Gallerí Sellerí á menningarnótt frá klukkan tólf til átta og allir eru velkomnir." Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nemendur á þriðja ári hönnunardeildar Listaháskóla Íslands verða með aðsetur í Gallerí Sellerí á menningarnótt og verður þar mikið húllumhæ í gangi. Nemendur í vöruhönnun munu selja margrómaðan blóðbergsdrykk sem vakti mikla lukku á sýningu í Matarsetrinu í byrjun árs. „Við munum selja blóðbergsdrykkinn sem við Sindri Páll Sigurðsson gerðum í sérstökum matarhönnunarkúrsi síðasta vetur," segir Hafsteinn Júlíusson, nemandi í vöruhönnun. „Ætlunin er að blanda hátt í tólf hundruð drykki og við höfum fengið um fjögur hundruð lítra af gosi í styrk frá Ölgerðinni. Í þetta sinn notum við aðstöðuna í skólanum í eldamennskuna en síðast þurftum við að blanda þetta heima hjá mér og það var fáránlegt. Allt úti um allt. Drykkurinn er meðal annars samsettur af blóðbergstei, sódavatni og bláberjaþykkni sem við fáum frá Heilsuhúsinu," segir Hafsteinn en hann seldi drykkinn áður á sýningunni sem haldin var í lok matarkúrssins. „Þá vorum við með einhverjar hundrað flöskur sem seldust upp á tuttugu mínútum en sýningin stóð í fimm tíma svo við vorum ekki með neitt til sölu í rúma fjóra tíma. Þess vegna fannst okkur við verða að gera þetta aftur og hyggjumst selja drykkinn á fimm hundruð kall. Einnig verðum við með eins konar kebab-klaka á staðnum, frystan drykk sem við sköfum af og gefum fólki að smakka." Auk hins séríslenska blóðbergsdrykks verða aðrir nemendur skólans með boli og plaköt til sölu. „Það verða þarna einhverjir úr fatahönnun og grafískri hönnun að þrykkja á boli á staðnum. Við verðum svo öll með sýningu á verkum okkar í galleríinu og tónlistarmaðurinn Johnny Sexual leikur fyrir gesti. Það verður því mikið glens hjá okkur þarna í Gallerí Sellerí á menningarnótt frá klukkan tólf til átta og allir eru velkomnir."
Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira