Carsten Jensen kominn 19. ágúst 2007 06:15 Í dag heldur áfram hin viðamikla og fjölbreytta dagskrá Reyfis með bókaeftirmiðdegi: verða upplestrar fyrirferðarmiklir í dagskránni í dag: Einar Már og og skáldin úr Nýhil verða á svæðinu en trompið er danski rithöfundurinn Carsten Jensen. Carsten er afar áberandi í dönsku menningarlífi bæði sem höfundur skáldsagna, ferðabóka og rita samfélagslegs eðlis. Hann er af sjómönnum kominn, fæddur 1952 í sjómannabænum Marstal en þaðan komu margir sem hingað sigldu á Íslandsförum fyrr á tíð. Uppruninn varð honum yrkisefni í síðustu stóru skáldsögu hans Vi, de druknede sem kom út í fyrra. Kunnastur varð hann þó á ritvellinum fyrir ferðasögur sínar tvær frá 1996 og 1997, Jeg har set verden begynde og Jeg har hört et stjerneskud, sem lýsa ferð hans umhverfis hnöttinn. Þær seldust í gríðarlegu upplagi í Danmörku og hafa skapað honum frægð víða um lönd.. Carsten er menntaður bókmenntafræðingur og hóf feril sinn sem rithöfundur um þrítugt. Í fyrsta kaflanum á ferli hans sem höfundur var hann raunar frekar samfélagsgagnrýnandi en skáld, Skyggn á samfélagsástand með næma tilfinningu fyrir smáatriðum sem í umfjöllun hans lýstu upp stærra svið. Í öðrum kafla skáldskapar hans tókst hann á við skáldsöguna í tveimur bókum: Kannibalernes nadver (1988) og Jorden i Munden (1991). Báðar lýstu leitandi ungum manni, í ástum og í hinni seinni á ferð um Indland. Í kjölfar þeirra komu tvö ritgerðasöfn, en þá tók við heimsreisa sögumanna þvert í gegnum Rússland til Kína, Kambódíu, Víetnam, yfir Kyrrahafið, um Suður-Ameríku og loks heim. Heimkominn vindur hann kvæði sínu í kross, semur lýsingu af ári tvö og þrjú með ungri dóttur og loks úttekt á heiminum í kjölfar árása á tvíburaturnanna. Carsten er mikill stílisti á móðurmáli sínu. Verk hans eru með sterku pólitísku og siðferðilegu ívafi. Þetta mun ekki vera fyrsta heimsókn hans hingað til lands, en Carsten hittir lesendur sína í Glerskálanum kl. 14. Einar Már les upp kl. 13, og Nýhil-skáldin kl. 15. Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Í dag heldur áfram hin viðamikla og fjölbreytta dagskrá Reyfis með bókaeftirmiðdegi: verða upplestrar fyrirferðarmiklir í dagskránni í dag: Einar Már og og skáldin úr Nýhil verða á svæðinu en trompið er danski rithöfundurinn Carsten Jensen. Carsten er afar áberandi í dönsku menningarlífi bæði sem höfundur skáldsagna, ferðabóka og rita samfélagslegs eðlis. Hann er af sjómönnum kominn, fæddur 1952 í sjómannabænum Marstal en þaðan komu margir sem hingað sigldu á Íslandsförum fyrr á tíð. Uppruninn varð honum yrkisefni í síðustu stóru skáldsögu hans Vi, de druknede sem kom út í fyrra. Kunnastur varð hann þó á ritvellinum fyrir ferðasögur sínar tvær frá 1996 og 1997, Jeg har set verden begynde og Jeg har hört et stjerneskud, sem lýsa ferð hans umhverfis hnöttinn. Þær seldust í gríðarlegu upplagi í Danmörku og hafa skapað honum frægð víða um lönd.. Carsten er menntaður bókmenntafræðingur og hóf feril sinn sem rithöfundur um þrítugt. Í fyrsta kaflanum á ferli hans sem höfundur var hann raunar frekar samfélagsgagnrýnandi en skáld, Skyggn á samfélagsástand með næma tilfinningu fyrir smáatriðum sem í umfjöllun hans lýstu upp stærra svið. Í öðrum kafla skáldskapar hans tókst hann á við skáldsöguna í tveimur bókum: Kannibalernes nadver (1988) og Jorden i Munden (1991). Báðar lýstu leitandi ungum manni, í ástum og í hinni seinni á ferð um Indland. Í kjölfar þeirra komu tvö ritgerðasöfn, en þá tók við heimsreisa sögumanna þvert í gegnum Rússland til Kína, Kambódíu, Víetnam, yfir Kyrrahafið, um Suður-Ameríku og loks heim. Heimkominn vindur hann kvæði sínu í kross, semur lýsingu af ári tvö og þrjú með ungri dóttur og loks úttekt á heiminum í kjölfar árása á tvíburaturnanna. Carsten er mikill stílisti á móðurmáli sínu. Verk hans eru með sterku pólitísku og siðferðilegu ívafi. Þetta mun ekki vera fyrsta heimsókn hans hingað til lands, en Carsten hittir lesendur sína í Glerskálanum kl. 14. Einar Már les upp kl. 13, og Nýhil-skáldin kl. 15.
Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira