Allar vísbendingar teknar til greina 23. ágúst 2007 06:15 Thomas Grundt Þjóðverjarnir Thomas Grundt, 24 ára, og Mathias Hinz, 29 ára, komu til Íslands 27. júlí síðastliðinn. Vitað er um ferðir þeirra á tjaldsvæðinu í Laugardal skömmu eftir komuna til landsins en ekkert hefur frést af þeim síðan þá. Um 60 björgunarsveitarmenn af öllu Suðurlandi leituðu mannanna í gær og fínkembdu svæðið í nágrenni Skaftafells. Leitin hefur ekki borið árangur og að sögn lögreglu hafa engar nýjar vísbendingar komið í ljós. Vitað er að mennirnir hugðust skoða Skaftafell og jafnvel stunda ísklifur á jöklunum þar í grennd en þeir eru báðir vanir ísklifrarar. Mánudaginn 30. júlí tóku mennirnir á móti SMS-skilaboðum í síma skammt frá Skaftafelli en ekkert er vitað með vissu um ferðir þeirra síðan þá. Þeir áttu pantað flug heim til Þýskalands hinn 17. ágúst og þegar þeir skiluðu sér ekki í flugið lýsti lögreglan eftir þeim. Formleg leit björgunarsveita hófst síðan á þriðjudag. Fjölmargir hafa haft samband við lögreglu eftir að lýst var eftir mönnunum. Flestir telja sig hafa séð þá í nágrenni Skaftafells eða á Svínafellsjökli um mánaðamótin. Litlar sem engar vísbendingar hafa borist um ferðir mannanna síðan þá og því þótti eðlilegt að miða leitina við það svæði. Mathias Hinz Friðrik Jónas Friðriksson, formaður björgunarfélags Hornafjarðar, segir að þau svæði sem helst komi til greina hafi verið fínkembd í gær. Það er Skaftafellsjökull, Svínafellsjökull, Virkisjökull og fjalllendið þar í kring. Svokallaðir undanfarahópar, skipaðir reyndustu fjallabjörgunarmönnum Landsbjargar, fóru um hættulegustu svæðin en veður hamlaði leit fram eftir degi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið um leið og létti til upp úr hádeginu og björgunarsveitarmenn leituðu fram í myrkur. Friðrik sagði að bæri leitin ekki árangur væri stefnt að stórleit á laugardag með aðstoð allt að 400 björgunarsveitarmanna. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að allar vísbendingar séu teknar til greina við leitina. Lögreglan hafi rætt við skálaverði, leiðsögumenn og rútubílstjóra auk þess sem rennt hafi verið í gegnum gestabækur á ferðamannastöðum. Þá hafa upplýsingar frá þýskum miðli verið teknar til skoðunar en sá hefur oft aðstoðað lögregluna þar í landi í málum sem þessum. „Leitarfræðin segja okkur að útiloka ekki vísbendingar af þessu tagi svo lengi sem þær eru í samræmi við annað sem við vitum,“ segir Ólöf en miðillinn gaf lýsingu af stað sem á vel við jökulsporðinn í nágrenni Skaftafells þar sem björgunarsveitarmenn leituðu í gær. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjá meira
Þjóðverjarnir Thomas Grundt, 24 ára, og Mathias Hinz, 29 ára, komu til Íslands 27. júlí síðastliðinn. Vitað er um ferðir þeirra á tjaldsvæðinu í Laugardal skömmu eftir komuna til landsins en ekkert hefur frést af þeim síðan þá. Um 60 björgunarsveitarmenn af öllu Suðurlandi leituðu mannanna í gær og fínkembdu svæðið í nágrenni Skaftafells. Leitin hefur ekki borið árangur og að sögn lögreglu hafa engar nýjar vísbendingar komið í ljós. Vitað er að mennirnir hugðust skoða Skaftafell og jafnvel stunda ísklifur á jöklunum þar í grennd en þeir eru báðir vanir ísklifrarar. Mánudaginn 30. júlí tóku mennirnir á móti SMS-skilaboðum í síma skammt frá Skaftafelli en ekkert er vitað með vissu um ferðir þeirra síðan þá. Þeir áttu pantað flug heim til Þýskalands hinn 17. ágúst og þegar þeir skiluðu sér ekki í flugið lýsti lögreglan eftir þeim. Formleg leit björgunarsveita hófst síðan á þriðjudag. Fjölmargir hafa haft samband við lögreglu eftir að lýst var eftir mönnunum. Flestir telja sig hafa séð þá í nágrenni Skaftafells eða á Svínafellsjökli um mánaðamótin. Litlar sem engar vísbendingar hafa borist um ferðir mannanna síðan þá og því þótti eðlilegt að miða leitina við það svæði. Mathias Hinz Friðrik Jónas Friðriksson, formaður björgunarfélags Hornafjarðar, segir að þau svæði sem helst komi til greina hafi verið fínkembd í gær. Það er Skaftafellsjökull, Svínafellsjökull, Virkisjökull og fjalllendið þar í kring. Svokallaðir undanfarahópar, skipaðir reyndustu fjallabjörgunarmönnum Landsbjargar, fóru um hættulegustu svæðin en veður hamlaði leit fram eftir degi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið um leið og létti til upp úr hádeginu og björgunarsveitarmenn leituðu fram í myrkur. Friðrik sagði að bæri leitin ekki árangur væri stefnt að stórleit á laugardag með aðstoð allt að 400 björgunarsveitarmanna. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að allar vísbendingar séu teknar til greina við leitina. Lögreglan hafi rætt við skálaverði, leiðsögumenn og rútubílstjóra auk þess sem rennt hafi verið í gegnum gestabækur á ferðamannastöðum. Þá hafa upplýsingar frá þýskum miðli verið teknar til skoðunar en sá hefur oft aðstoðað lögregluna þar í landi í málum sem þessum. „Leitarfræðin segja okkur að útiloka ekki vísbendingar af þessu tagi svo lengi sem þær eru í samræmi við annað sem við vitum,“ segir Ólöf en miðillinn gaf lýsingu af stað sem á vel við jökulsporðinn í nágrenni Skaftafells þar sem björgunarsveitarmenn leituðu í gær.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent