Ölvis: Bravado - þrjár stjörnur 28. ágúst 2007 09:30 Ölvis er hæfileikaríkur tónlistarmaður sem sýnir vel hvers hann er megnugur á Bravado þó hann eigi margt inni. Ölvis er einmenningssveit Örlygs Þórs Örlygssonar en hann kom mjög á óvart með annarri breiðskífu sinni, The Blue Sound, sem kom út seint á árinu 2005. Bravado er því þriðja breiðskífa Ölvisar og er hún gefin út af Resonant í Bretlandi. 12 Tónar sjá hins vegar um dreifingu hér heima. Bravado inniheldur margt af því góða sem finna mátti á The Blue Sound. Útsetningar eru vandaðar, öll hljóðuppbygging sannar þroska lagahöfundar og fyrst og fremst eru vandaðar lagasmíðar hér á ferð. Það sem Bravado tekst hins vegar ekki að gera er að bæta við The Blue Sound og sýna þannig nýjar og helst auðvitað betri hliðar á Ölvis sem tónlistarmanni. Ölvis nær á margan hátt að framkalla hughrif sem minna helst á draumóra liggjandi manns úti í náttúrunni með norðurljósin sveimandi yfir sér. Íslenskir textar setja líka sinn svip á yfirbragð plötunnar. Oftast eru þeir einfaldir, mikið er af endurtekningum og innihaldið segir manni að Ölvis er ekki endilega svo sáttur við ástand hins nútíma heims. Hughrifin ná hins vegar ekki að koma sér nógu vel til skila, hvorki í gegnum textana né flæðandi laglínurnar. War Chant og Everything is Energy eru dæmi um lög sem ætla sér að verða eitthvað meira en þau enda síðan á að verða. Söngur Ölvisar nær einnig að fara stundum í taugarnar á manni, eitthvað sem hann gerði ekki á The Blue Sound. Kannski er samt ekki réttlátt að bera þessar tvær plötur of mikið saman. Bravado stendur vissulega fyrir sínu ein og sér, hefur margt fram að færa og græðir mikið á öllu því hæfileikaríka fólki sem tók þátt í vinnslu plötunnar. Wake Up Now er líklegast besta dæmið. Samt er það þannig að Bravado ristir ekki eins djúpt og The Blue Sound og það er staðreynd sem stendur út af fyrir sig og er óháð öðru. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Ölvis er einmenningssveit Örlygs Þórs Örlygssonar en hann kom mjög á óvart með annarri breiðskífu sinni, The Blue Sound, sem kom út seint á árinu 2005. Bravado er því þriðja breiðskífa Ölvisar og er hún gefin út af Resonant í Bretlandi. 12 Tónar sjá hins vegar um dreifingu hér heima. Bravado inniheldur margt af því góða sem finna mátti á The Blue Sound. Útsetningar eru vandaðar, öll hljóðuppbygging sannar þroska lagahöfundar og fyrst og fremst eru vandaðar lagasmíðar hér á ferð. Það sem Bravado tekst hins vegar ekki að gera er að bæta við The Blue Sound og sýna þannig nýjar og helst auðvitað betri hliðar á Ölvis sem tónlistarmanni. Ölvis nær á margan hátt að framkalla hughrif sem minna helst á draumóra liggjandi manns úti í náttúrunni með norðurljósin sveimandi yfir sér. Íslenskir textar setja líka sinn svip á yfirbragð plötunnar. Oftast eru þeir einfaldir, mikið er af endurtekningum og innihaldið segir manni að Ölvis er ekki endilega svo sáttur við ástand hins nútíma heims. Hughrifin ná hins vegar ekki að koma sér nógu vel til skila, hvorki í gegnum textana né flæðandi laglínurnar. War Chant og Everything is Energy eru dæmi um lög sem ætla sér að verða eitthvað meira en þau enda síðan á að verða. Söngur Ölvisar nær einnig að fara stundum í taugarnar á manni, eitthvað sem hann gerði ekki á The Blue Sound. Kannski er samt ekki réttlátt að bera þessar tvær plötur of mikið saman. Bravado stendur vissulega fyrir sínu ein og sér, hefur margt fram að færa og græðir mikið á öllu því hæfileikaríka fólki sem tók þátt í vinnslu plötunnar. Wake Up Now er líklegast besta dæmið. Samt er það þannig að Bravado ristir ekki eins djúpt og The Blue Sound og það er staðreynd sem stendur út af fyrir sig og er óháð öðru. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira