Að ganga á vatni 29. ágúst 2007 05:00 Viðskipti eru öðrum þræði list. Þetta var niðurstaða mín þar sem ég stóð úti í miðri laxveiðiánni sem loksins er byrjuð að gefa eftir þurrkasumarið mikla. Ég var kominn í eins konar leiðslu þar sem ég horfði í vatnið og hugsaði til þess hvernig hið ómögulega getur gerst og hvernig sumir eru gjörsamlega ódrepandi. Eins og til dæmis Jón Ólafsson sem er upprisinn og gengur á vatni. Ég man bara eftir einum öðrum sem tókst þetta tvennt. Ég var kominn í þunga þanka yfir séníum sögunnar þegar gædinn minn setti í einn stóran og rétti mér stöngina. Þetta var átta punda lax og ég gleymdi heimspekilegum þönkunum meðan adrenalínið tók völdin og laxinum var landað eftir nokkra glímu. Yfir koníakinu um kvöldið héldu vangavelturnar áfram um eðli viðskipta og hvernig séníin rísa aftur og aftur. Einn úr hópnum benti á að ríkustu menn í Bandaríkjunum hefðu farið oftar en einu sinni á hausinn. Ég gat aftur á móti rifjað upp Guðsgjafaþulu Halldórs Laxness, af því að ég er eini úr hópnum sem er litterer. Aðalpersónan, Íslands Bersi fór fjórum sinnum á hausinn áður en hann stóð. „Fjórum sinnum féll á kné /í fimmta skiptið stóð hann." Þetta leiðir hugann að því að maður á aldrei að afskrifa neinn. Menn eru ekki mældir eftir því hversu oft þeir eru slegnir niður, heldur hversu oft þeir standa upp. Viðskipti eru skapandi heimur. Þar gilda ýmis lögmál, en ótrúlegt rými er innan þeirra fyrir innsæi sem aftur gerir það að verkum að sumir virðast vera séní. Aðrir eru heppnir. Ég þarf sjálfur ekki að kvarta undan eigin árangri á þessum vettvangi. Ég nenni samt lítið að spá í það í hvorum hópnum ég er. Niðurstaðan skiptir öllu máli og ég þarf ekki að skammast mín fyrir árangurinn. Ekki heldur fyrir síðustu vikur, en þar tókst mér listilega að renna mér eina salíbunu með markaðnum eins og fimasti brimbrettakappi. Þannig erum við bara sumir, fljótum ofan á eða göngum á vatninu hvað sem öðru líður. Það er kannski þessu óviðkomandi, en gaman að geta þess að ég var sá langaflahæsti í túrnum. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Viðskipti eru öðrum þræði list. Þetta var niðurstaða mín þar sem ég stóð úti í miðri laxveiðiánni sem loksins er byrjuð að gefa eftir þurrkasumarið mikla. Ég var kominn í eins konar leiðslu þar sem ég horfði í vatnið og hugsaði til þess hvernig hið ómögulega getur gerst og hvernig sumir eru gjörsamlega ódrepandi. Eins og til dæmis Jón Ólafsson sem er upprisinn og gengur á vatni. Ég man bara eftir einum öðrum sem tókst þetta tvennt. Ég var kominn í þunga þanka yfir séníum sögunnar þegar gædinn minn setti í einn stóran og rétti mér stöngina. Þetta var átta punda lax og ég gleymdi heimspekilegum þönkunum meðan adrenalínið tók völdin og laxinum var landað eftir nokkra glímu. Yfir koníakinu um kvöldið héldu vangavelturnar áfram um eðli viðskipta og hvernig séníin rísa aftur og aftur. Einn úr hópnum benti á að ríkustu menn í Bandaríkjunum hefðu farið oftar en einu sinni á hausinn. Ég gat aftur á móti rifjað upp Guðsgjafaþulu Halldórs Laxness, af því að ég er eini úr hópnum sem er litterer. Aðalpersónan, Íslands Bersi fór fjórum sinnum á hausinn áður en hann stóð. „Fjórum sinnum féll á kné /í fimmta skiptið stóð hann." Þetta leiðir hugann að því að maður á aldrei að afskrifa neinn. Menn eru ekki mældir eftir því hversu oft þeir eru slegnir niður, heldur hversu oft þeir standa upp. Viðskipti eru skapandi heimur. Þar gilda ýmis lögmál, en ótrúlegt rými er innan þeirra fyrir innsæi sem aftur gerir það að verkum að sumir virðast vera séní. Aðrir eru heppnir. Ég þarf sjálfur ekki að kvarta undan eigin árangri á þessum vettvangi. Ég nenni samt lítið að spá í það í hvorum hópnum ég er. Niðurstaðan skiptir öllu máli og ég þarf ekki að skammast mín fyrir árangurinn. Ekki heldur fyrir síðustu vikur, en þar tókst mér listilega að renna mér eina salíbunu með markaðnum eins og fimasti brimbrettakappi. Þannig erum við bara sumir, fljótum ofan á eða göngum á vatninu hvað sem öðru líður. Það er kannski þessu óviðkomandi, en gaman að geta þess að ég var sá langaflahæsti í túrnum. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira