Mikill hagnaður bankanna hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Mikill hagnaður á sér ekki langa sögu í rekstri íslenskra fyrirtækja og stutt síðan að allur hagnaður var afgreiddur sem illa fengið fé. Hagnaður er lífsnauðsynlegur fyrirtækjum og án hans hrörna þau og fara á hausinn.
Þegar fyrirtæki hagnast, gera þau eitthvað við hagnaðinn. Hluti fer til hluthafa og hluti í nýjar fjárfestingar sem aftur skapar vinnu og tækifæri. Þannig virkar nú þessi hringrás og fyrir þá sem hugsa meira á þeim nótunum er hagnaðurinn frekar jákvætt fyrirbæri. Árferði í rekstri virðist víðar gott en hér og skila til að mynda olíufélög heimsins nú methagnaði hvert af öðru. Google skilaði líka methagnaði og spurning á hverjum þeir eru að okra?