Menning

Vinjettusafnið stækkar enn

Ármann Reynisson hefur sent frá sér bókina Vinjettur VII, en vinjettur hans hafa nú verið þýddar á þýsku og esperantó.
Ármann Reynisson hefur sent frá sér bókina Vinjettur VII, en vinjettur hans hafa nú verið þýddar á þýsku og esperantó. heiða

Rithöfundurinn Ármann Reynisson hefur sent frá sér sjöundu vinjettubók sína, sem heitir einfaldlega Vinjettur VII. Vinjettur Ármanns hafa áður verið gefnar út í Þýskalandi. Nú hefur Esperantófélagið á Íslandi fengið heimild höfundarins til að þýða þær yfir á esperantó og birta í tímariti sínu, sem er með áskrifendur í 40 löndum.

Vinjettur eru örsögur, og því er af mörgu að taka í nýju bókinni. Ferð Ármanns til Grænlands í fyrrasumar gat af sér nokkrar stemningarsögur, auk þess sem hann svokallaðar portretsögur um Baróninn á Hvítárvöllum, Báru bleiku Sigurjónsdóttur og Jón Magnússon útgerðamann í Odda á Patreksfirði. Ármann hefur janframt skrifað nokkrar sögur um Pourquoi pas? sjóslysið mikla við Mýrar í Borgarfirði árið 1936. Hann skyggnist handan raunveruleikans í sögum um drauma, hugskeyti og tvífara, og skrifar þrjár sögur af kynferðislegri misnotkun og afleiðingar hennar. Í bókinni er þó einnig að finna sögur af léttara taginu, eins og vinjettuna Ljósastaura.

Ármann sendi í fyrra frá sér vinjettutengdan varning, svo sem vinjettukaffi, konfekt og silfur mokka- og desertskeiðar. Vörurnar seldust upp, en koma nú aftur á markaðinn ásamt nýjum kaffibollum og konfektskál eftir Ragnheiði Ásgeirsdóttur hönnuð og leirlistakonu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.