Viðskipti innlent

Umsvifamesti atvinnurekandinn

Gunnar sigurðsson Forstjóri Baugs Group er ánægður með gengi félagsins á erlendum vettvangi sem hefur aukist mjög síðastliðin ár.
Gunnar sigurðsson Forstjóri Baugs Group er ánægður með gengi félagsins á erlendum vettvangi sem hefur aukist mjög síðastliðin ár.

Baugur Group trónir á toppnum yfir umsvifamesta íslenska fyrirtækið með langflesta erlenda starfsmenn á launaskrá á erlendri grund. Útrás fyrir­tækisins hófst líkt og frægt er orðið með verslanarekstri í samstarfi við Arcadia og Debenhams á Norðurlöndunum um árið 2000 og hefur vaxið mikið síðan, ekki síst síðastliðin fimm ár með viðamiklum kaupum í Bretlandi og Danmörku.

Innan eignasafnsins er þar á meðal matvörukeðjan Iceland og verslanakeðjurnar House of Fraser, Karen Millen og Whistles, sem félagið á ráðandi hlut í með nokkrum aðilum, til dæmis í gegnum fjárfestingafélagið Unity sem FL Group og breski fjárfestirinn Kevin Stanford eiga hlut í.

„Við erum mjög ánægð með stöðuna eins og hún er í dag og horfum björtum augum til framtíðar," segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×