Aldrei fleiri fangar í gæsluvarðhaldi 10. október 2007 00:01 Verið er að taka í notkun viðbótarbyggingu á Kvíabryggju. Alls sitja 26 manns í gæsluvarðhaldi. Aldrei hafa fleiri setið í gæsluvarðhaldi hér á landi í senn að sögn Valtýs Sigurðssonar fangelsismálastjóra. Af þessum 26 eru 19 manns í einangrun, sem er einnig metfjöldi í senn hér. Í einangrunarvist eru fimm manns sem sitja inni vegna stóra amfetamínsmyglmálsins á Fáskrúðsfirði. Rannsókn á því máli er í fullum gangi og miðar vel, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Níu Litháar sitja einnig í einangrun vegna gruns um stórfellda þjófnaði. Gæsluvarðhald þessara manna rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður farið fram á framlengingu, að minnsta kosti hjá hluta hópsins. Að auki sitja tveir Íslendingar til viðbótar í einangrun. Annar þeirra er grunaður um að hafa orðið manni á fimmtugsaldri að bana á Hringbraut. Maðurinn fannst í blóði sínu á sunnudag og lést degi síðar. Hinir tíu sem eru í gæsluvarðhaldi, í svokallaðri lausagæslu, eru menn sem eru að bíða eftir dómi fyrir alvarleg brot eða síbrotamenn. Spurður hvar allur þessi fjöldi gæsluvarðhaldsfanga sé vistaður, segir Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, að sjö séu vistaðir á lögreglustöðvum, þar af tveir í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hinir 19 séu vistaðir á Litla-Hrauni. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir að þrátt fyrir þetta hafi ekki myndast langir biðlistar í afplánun, enda einangrunarklefarnir utan við afplánunarkerfið. Heldur hafi þó hægt á boðunum í sumar en nú sé verið að taka í notkun viðbótarrými á Kvíabryggju sem þýði að hægt verði að vista þar 22 fanga í stað 14 áður og framkvæmdum sem standa yfir á Akureyrarfangelsi verði lokið um áramót. - jss Fangelsismál Pólstjörnumálið Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Alls sitja 26 manns í gæsluvarðhaldi. Aldrei hafa fleiri setið í gæsluvarðhaldi hér á landi í senn að sögn Valtýs Sigurðssonar fangelsismálastjóra. Af þessum 26 eru 19 manns í einangrun, sem er einnig metfjöldi í senn hér. Í einangrunarvist eru fimm manns sem sitja inni vegna stóra amfetamínsmyglmálsins á Fáskrúðsfirði. Rannsókn á því máli er í fullum gangi og miðar vel, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Níu Litháar sitja einnig í einangrun vegna gruns um stórfellda þjófnaði. Gæsluvarðhald þessara manna rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður farið fram á framlengingu, að minnsta kosti hjá hluta hópsins. Að auki sitja tveir Íslendingar til viðbótar í einangrun. Annar þeirra er grunaður um að hafa orðið manni á fimmtugsaldri að bana á Hringbraut. Maðurinn fannst í blóði sínu á sunnudag og lést degi síðar. Hinir tíu sem eru í gæsluvarðhaldi, í svokallaðri lausagæslu, eru menn sem eru að bíða eftir dómi fyrir alvarleg brot eða síbrotamenn. Spurður hvar allur þessi fjöldi gæsluvarðhaldsfanga sé vistaður, segir Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, að sjö séu vistaðir á lögreglustöðvum, þar af tveir í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hinir 19 séu vistaðir á Litla-Hrauni. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir að þrátt fyrir þetta hafi ekki myndast langir biðlistar í afplánun, enda einangrunarklefarnir utan við afplánunarkerfið. Heldur hafi þó hægt á boðunum í sumar en nú sé verið að taka í notkun viðbótarrými á Kvíabryggju sem þýði að hægt verði að vista þar 22 fanga í stað 14 áður og framkvæmdum sem standa yfir á Akureyrarfangelsi verði lokið um áramót. - jss
Fangelsismál Pólstjörnumálið Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent