Fangelsismál

Fréttamynd

And­látið á Stuðlum hafði mikil á­hrif

Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast

Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. 

Innlent
Fréttamynd

Skera niður í fangelsunum vegna tug­milljóna króna halla­rekstrar

Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sátt með að fá ekki sæti við borðið

Formaður Afstöðu segir hugmyndir stjórnvalda um að vista ósakhæfa og sakhæfa einstaklinga í öryggisvistun á sama stað alls ekki ganga upp. Hann harmar að félagið hafi ekki fengið sæti við borðið þegar tillögur voru gerðar. 

Innlent
Fréttamynd

Stakk sam­fanga í­trekað á meðan hann af­plánaði átta ára dóm

Ingólfur Kjartansson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir margvísleg brot framin í fangelsinu Litla-Hrauni, þar á meðal sérstaklega hættulega líkamsárás. Brotin framdi hann á meðan hann afplánaði annan átta ára dóm fyrir tilraun til manndráps. Ingólfur er 22 ára.

Innlent
Fréttamynd

Bjargar deginum að komast að­eins úr klefanum

Fangar á Hólmsheiði eru á fullu þessa dagana að framleiða, mála og búa til jólaskraut sem þeir selja. Fangi segir það gríðarlega mikilvægt að fá að gera eitthvað á daginn annað en að hanga inni í klefa.

Lífið
Fréttamynd

Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi

Börn fanga eru líklegri en önnur börn að fara í fangelsi á fullorðins árum segir formaður Afstöðu, félags fanga. Nú erum um sextíu fangar á Litla Hrauni, allt karlmenn, en þar var verið að opna nýjan meðferðargang fyrir þá fanga, sem vilja vera vímuefnalausir í fangelsinu.

Innlent
Fréttamynd

Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endi­lega frá

Margrét Valdimarsdóttir dósent í félags- og afbrotafræði við HÍ segir fjögurra ára fangelsisdóm Daníels Arnar Unnarssonar í samræmi við önnur sambærileg mál þar sem dæmt var fyrir tilraun til manndráps. Þá segir hún þyngri refsingar ekki endilega hafa meiri fælingarmátt. 

Innlent
Fréttamynd

Lyfti­stöng fyrir sam­fé­lagið

Það er ekki á hverjum degi sem tvö stór framkvæmdaverkefni eru kynnt á svæðinu okkar á sama deginum. Hvað þá í sama sveitarfélaginu, en sá dagur var 20.nóvember þegar tekin var skóflustunga og framkvæmdaverkefni kynnt fyrir yfir 30 milljarða á næstu fjórum árum í Árborg.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt fangelsi – fyrir öruggara sam­félag

Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. 

Skoðun
Fréttamynd

Fangi lést á Litla-Hrauni

Fangi á Litla Hrauni lést í dag. Ekki er grunur um að andlátið hafi borið að með óvenjulegum hætti en málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Vel­ferð fanga kemur okkur öllum við

Rauði krossinn á Íslandi hefur rekið verkefnið Aðstoð eftir afplánun síðan 2018, að norskri og danskri fyrirmynd. Verkefnið er afar mikilvægt framtak þar sem hættan á endurkomu í fangelsi er hæst fyrsta árið eftir lausn og því er nauðsynlegt að styðja við einstaklinga sem vilja ekki falla í sama farið.

Skoðun
Fréttamynd

Kallar eftir sams konar úr­ræði og Breivik og á­rásar­maður hennar sæta

Ingunn Björnsdóttir, dósent við Óslóarháskóla og brotaþoli fólskulegrar hnífstunguárás í sama skóla, segir íslenskt réttarkerfi ráðþrota þegar kemur að alvarlegum ofbeldismálum. Sá sem stakk hana sætir svokölluðu „forvaring“, refsiúrræði í Noregi sem heimilar yfirvöldum að halda afbrotamönnum í vistun eftir afplánun fangelsisdóms. Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sætir sama úrræði.

Innlent
Fréttamynd

„Tifandi tíma­sprengjur“ á leið út í sam­félagið

Hættulegir fangar sem losna úr fangelsi á næstunni eru eins og tifandi tímasprengjur vegna ágreinings um hver eigi að veita þeim stuðning, að sögn geðhjúkrunarfræðings. Maður sem varað var við að væri líklegur til að brjóta af sér aftur er sagður grunaður um líkamsárás og nauðgun skömmu eftir að hann lauk afplánun.

Innlent
Fréttamynd

Barnafangelsi Ás­mundar

Afstaða mótmælir harðlega fyrirhugaðri neyðarvistun fyrir börn á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sem hefur verið kynnt af Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálaráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Með áfallastreitu eftir heim­sóknir á Litla Hraun

Guðrún Ósk var á sínum tíma í sambandi með manni sem afplánaði dóm á Litla Hrauni og á Hólmsheiði. Á dögunum birti hún röð myndskeiða á TikTok þar sem hún tjáði sig hispurslaust um stöðuna í fangelsismálum hér á landi, út frá reynslu sinni sem aðstandandi fanga en hún hefur sterkar skoðarnir þegar kemur að endurhæfingu innan fangelsisveggjanna.

Innlent
Fréttamynd

Aug­ljós­lega veikir ein­staklingar verði veikari í fangelsi

„Þetta eru auðvitað hræðilegir atburðir sem eru að gerast og uggvænleg þróun. Við höfum auðvitað tekið eftir miklum breytingum í fangahópnum og erum að sjá að það eru veikari einstaklingar sem eru að koma inn í fangelsin og veikari einstaklingar sem verða til inni í fangelsunum.“

Innlent
Fréttamynd

„Hættan af þessum mönnum var þekkt”

Afstaða, félag fanga, segir samtökin hafa ítrekað varað við því úrræðileysi sem tæki við manni sem nýlega losnaði úr fangelsi og er nú grunaður um að hafa myrt móður sína. Hættan hafi verið vel þekkt en ekkert gert til að koma í veg fyrir hana.  

Innlent
Fréttamynd

Frelsissviptir

Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, fagnar 20 ára afmæli sínu í janúar á næsta ári.

Skoðun
Fréttamynd

Er Stuðlar bara köld kjöt geymsla?

Ég fékk sting í hjartað þegar ég horfði á Kveik, þátt um Stuðla. Að horfa á þessa ungu einstaklinga sem eru að berjast fyrir lífi sínu í ónýtu kerfi er óboðlegt. Það er engu líkara en að kerfinu sé skítt sama um skítugu börnin hennar Evu.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­mundur Ingi vill fara fram fyrir Sam­fylkinguna

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ætlar að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti hjá Samfylkingunni i í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu.

Innlent