Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Þrálátur orðrómur hefur gengið um að Iceland Express ætli að kaupa Air Atlanta sem er í eigu Eimskipafélagsins. Elmar Gíslason, ritstjóri Fréttabréfs atvinnuflugmanna, veltir fyrir sér og bendir á að forsvarsmenn beggja félaga hafi boðað starfsfólk til fundar 20. október næstkomandi. Matthias Imsland neitar því í samtali við Markaðinn að þetta standi til. Tilviljun ráði þessari dagstetningu. Auðvitað á að taka orð forstjórans alvarlega. Uppstokkun á ákveðnum sviðum í viðskiptalífinu getur verið tilviljunum háð. Þannig urðu stór viðskipti í upplýsingatæknigeiranum á fimmtudaginn. Allt tilviljanir. Íslenski skólinnLeiðarahöfundur sænska dagblaðsins Dagens Industri kryfur innrás Íslendinga á sænskan markað í blaði gærdagsins. Segir hann að Svíar muni sjá fleiri kunnugleg íslensk fyrirtækjanöfn þar í landi. Þekktir leikarar á sviði viðskiptalífsins eru taldir upp; Björgólfur Thor, Jón Ásgeir Jóhannesson, Hreiðar Már Sigurðsson, Björgólfur Guðmundsson, Hannes Smárason og bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir. Er því haldið fram að aðstæður á Íslandi skapi unga harðsvíraða bisnessmenn, sem geri metnaðarfullar framtíðaráætlanir. „Íslenski skólinn“ verði við völd næstu þrjátíu árin. „Þið skuluð bara sætta ykkur við það,“ segir í leiðaranum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×