Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni

Gervifótur frá Össuri. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu hækkaði mest í Kauphöllinni í dag.
Gervifótur frá Össuri. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu hækkaði mest í Kauphöllinni í dag. Mynd/GVA

Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er takti við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum sem legið hafa beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Icelandair Group hækkaði verulega fyrri hluta dagsins, um rúm fimm prósent þegar mest lét, en tók að dala eftir því sem leið á. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði mest, eða um 1,99 prósent.

Á móti lækkaði gengi bréfa í Kaupþingi mest í dag, eða um 0,78 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,21 prósent, stendur vísitalan í 8.277 stigum og hefur hækkað um 29,11 prósent það sem af er ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×