Frumkvöðlar í hreyfigreiningu 28. mars 2007 06:00 Bjarni Þór Gunnlaugsson kine hefur þróað vél- og hugbúnað sem greinir virkni vöðva við hreyfingu og getur sparað sjúkraþjálfurum umtalsverðan tíma. MYND/Anton Heilbrigðistæknifyrirtækið Kine er eitt af elstu íslensku sprotafyrirtækjunum sem kynnir starfsemi sína á fjárfestaþingi Seed Forum á morgun. Fyrirtækið hefur allt frá árinu 1999 unnið að þróun ýmiss konar vél- og hugbúnaðar til hreyfigreiningar en búnaður sem þessi nýtist sjúkraþjálfurum við meðhöndlun sjúklinga í endurhæfingu sem lent hafa í meiðslum og þurfa að byggja upp ákveðna vöðva. Kine státar af nokkrum vörum sem allar tengjast hreyfigreiningu; vöðvarita, vél- og hugbúnað sem mælir virkni vöðva. Því tengdu er svo mælir sem samanstendur af sama vélbúnaði en öðrum hugbúnaði. Þá hefur fyrirtækið búið til göngugreiningarforrit sem gerir skýrslu um vöðvavirkni og hreyfingu sjúklinga. Vörur undir merkjum Kine má finna víða um heim en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins er NASA auk háskóla og sjúkrastofnana jafnt hér sem erlendis. Bjarni Þór Gunnlaugsson, forstjóri Kine, segir umtalsvert hagræði fást fyrir alla aðila með búnaði sem þessum. Hann geti til dæmis stytt komutíma sjúklinga til sjúkraþjálfara mikið. „Venjulega þurfa sjúklingar að koma, segjum fjórum sinnum, til sjúkraþjálfara til að greina vöðvavirkni. Með búnaði Kine má stytta tímann niður í 15 mínútur,“ segir hann. Kine var með námskeið fyrir fimm fyrirtæki hér á landi í desember í fyrra. Fulltrúar fimm fyrirtækja tóku þátt í því og nota nú þrjú þeirra búnað frá Kine. Bjarni bendir á að markaður fyrir vörur sem þessar sé geysistór og vitnar til þess að í Bandaríkjunum einum leiti 11,2 milljónir sjúklinga sér lækninga vegna hnévandamála. „Svipaður fjöldi sjúklinga er með axlavandamál,“ segir Bjarni. Fyrirtækið ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og vonast til þess að með tilkomu viðskiptaengla í fyrirtækið fáist fjármagn til að efla markaðssetningu á vörum Kine úti í hinum stóra heimi. „Það er ekki nóg að vera með háklassavöru. Það þarf alltaf fjármagn til að koma henni áfram,“ segir Bjarni. Undir smásjánni Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Heilbrigðistæknifyrirtækið Kine er eitt af elstu íslensku sprotafyrirtækjunum sem kynnir starfsemi sína á fjárfestaþingi Seed Forum á morgun. Fyrirtækið hefur allt frá árinu 1999 unnið að þróun ýmiss konar vél- og hugbúnaðar til hreyfigreiningar en búnaður sem þessi nýtist sjúkraþjálfurum við meðhöndlun sjúklinga í endurhæfingu sem lent hafa í meiðslum og þurfa að byggja upp ákveðna vöðva. Kine státar af nokkrum vörum sem allar tengjast hreyfigreiningu; vöðvarita, vél- og hugbúnað sem mælir virkni vöðva. Því tengdu er svo mælir sem samanstendur af sama vélbúnaði en öðrum hugbúnaði. Þá hefur fyrirtækið búið til göngugreiningarforrit sem gerir skýrslu um vöðvavirkni og hreyfingu sjúklinga. Vörur undir merkjum Kine má finna víða um heim en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins er NASA auk háskóla og sjúkrastofnana jafnt hér sem erlendis. Bjarni Þór Gunnlaugsson, forstjóri Kine, segir umtalsvert hagræði fást fyrir alla aðila með búnaði sem þessum. Hann geti til dæmis stytt komutíma sjúklinga til sjúkraþjálfara mikið. „Venjulega þurfa sjúklingar að koma, segjum fjórum sinnum, til sjúkraþjálfara til að greina vöðvavirkni. Með búnaði Kine má stytta tímann niður í 15 mínútur,“ segir hann. Kine var með námskeið fyrir fimm fyrirtæki hér á landi í desember í fyrra. Fulltrúar fimm fyrirtækja tóku þátt í því og nota nú þrjú þeirra búnað frá Kine. Bjarni bendir á að markaður fyrir vörur sem þessar sé geysistór og vitnar til þess að í Bandaríkjunum einum leiti 11,2 milljónir sjúklinga sér lækninga vegna hnévandamála. „Svipaður fjöldi sjúklinga er með axlavandamál,“ segir Bjarni. Fyrirtækið ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og vonast til þess að með tilkomu viðskiptaengla í fyrirtækið fáist fjármagn til að efla markaðssetningu á vörum Kine úti í hinum stóra heimi. „Það er ekki nóg að vera með háklassavöru. Það þarf alltaf fjármagn til að koma henni áfram,“ segir Bjarni.
Undir smásjánni Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira