Viðskipti innlent

Glitnir hækkar verðmat á Actavis

Greiningardeild Glitnis telur kaup í Actavis góðan fjárfestingakost og mælir með kaupum á bréfum í félaginu í nýju verðmati á félaginu. Glitnir hefur hækkað verðmatsgengið á Actavis úr 68,1 krónu á hlut í 87,7 krónur og verðmatsgengið til næstu sex mánaða úr 72, krónum í 95 krónum á hlut.

Í verðmatinu segir að reiknað sé með því að EBITDA framlegðarhlutfall Actavis verði 23% frá og með næsta ári en í fyrra verðmati var það frá og með 2010. Að öðru leyti eru forsendur að stærstum hluta í samræmi við áætlanir stjórnenda Actavis fyrir árin 2007-2009.

Actavis stefnir á að yfirtaka samheitalyfjastarfsemi Merck en það er þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi. Greiningardeildin segir að mikil samþjöppun sé í gangi í geiranum og mikilvægt að vera á meðal fimm stærstu til framtíðar.

„Verði ekki af yfirtöku er stærsta hluthafa Actavis og stjórnendum í lófa lagið að falbjóða sín bréf í Actavis til áhugasamra kaupenda, sem væntanlega myndu þá bjóða nálægt 14 EV/EBITDA. Við sölu eignarhluta fyrrnefndra aðila myndi stofnast skylda til að gera yfirtökutilboð í félagið," segir í verðmati Glitnis.

Verðmat Glitnis á Actavis






Fleiri fréttir

Sjá meira


×