Góður leikur Woods dugði ekki til 28. mars 2007 17:13 NordicPhotos/GettyImages Tiger Woods lék á 8 höggum undir pari, eða 64 höggum, og var efstur einstaklinga í klúbbakeppninni, Tavistock Cup, sem lauk á Lake None vellinum í Orlando í gærkvöldi. Keppnin er árleg og er á milli Orlando klúbbanna, Isleworth, sem Tiger tilheyrir, og Lake None. Þetta er þriðja árið í röð sem Tiger er á besta skori einstaklinga. Lake None klúbburinn vann nú liðkeppnina í fyrsta sinn, 22-8. Justin Rose lék best í liði Lake None í gær, á 66 höggum. Tiger var ekki kominn með neinn fugl er hann kom að sjöundu holu, en setti þar niður fyrsta fuglinn og síðan fylgdu sex í röð og munaði aðeins hársbreidd að hann færi holu í höggi. Ernie Els sagði að það væri gaman að sjá Tiger í slíkum ham. Keppnin stóð yfir í tvo daga. Á mánudag var spilaður fjórleikur eða betri bolti, en tvímenningur í gær. Lake None vann alla fimm leikina í fjórleiknum og hlaut 10 stig (2 stig fyrir hvern sigur) og vann svo tvímenninginn í gær, 12-8 (2 stig fyrir sigur í hverjum leik) og samtals 22-8. 10 kylfingar voru í hvoru liði. Fyrirliði Lake None liðsins var Ernie Els.Úrslitin í fjórleiknum (liðsmenn Lake None taldir upp á undan): Henrik Stenson og Chris DiMarco unnu Tiger Woods og John Cook 57-65 Goosen og Immelman lögðu Appleby og O'Hern 64-65 Rose og Poulter unnu Allenby og Perry 61-67 Curtis og McDowell sigruðu Janzen og Hoch 63-64 Els og McNulty unnu Howell og O'Meara 62-66. Þetta er fjórða árið í röð sem keppnin fer fram. Isleworth hefur unnið tvisvar, einu sinni hefur orðið jafntefli og Lake None nældi nú í sinn fyrsta sigur. Golf Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods lék á 8 höggum undir pari, eða 64 höggum, og var efstur einstaklinga í klúbbakeppninni, Tavistock Cup, sem lauk á Lake None vellinum í Orlando í gærkvöldi. Keppnin er árleg og er á milli Orlando klúbbanna, Isleworth, sem Tiger tilheyrir, og Lake None. Þetta er þriðja árið í röð sem Tiger er á besta skori einstaklinga. Lake None klúbburinn vann nú liðkeppnina í fyrsta sinn, 22-8. Justin Rose lék best í liði Lake None í gær, á 66 höggum. Tiger var ekki kominn með neinn fugl er hann kom að sjöundu holu, en setti þar niður fyrsta fuglinn og síðan fylgdu sex í röð og munaði aðeins hársbreidd að hann færi holu í höggi. Ernie Els sagði að það væri gaman að sjá Tiger í slíkum ham. Keppnin stóð yfir í tvo daga. Á mánudag var spilaður fjórleikur eða betri bolti, en tvímenningur í gær. Lake None vann alla fimm leikina í fjórleiknum og hlaut 10 stig (2 stig fyrir hvern sigur) og vann svo tvímenninginn í gær, 12-8 (2 stig fyrir sigur í hverjum leik) og samtals 22-8. 10 kylfingar voru í hvoru liði. Fyrirliði Lake None liðsins var Ernie Els.Úrslitin í fjórleiknum (liðsmenn Lake None taldir upp á undan): Henrik Stenson og Chris DiMarco unnu Tiger Woods og John Cook 57-65 Goosen og Immelman lögðu Appleby og O'Hern 64-65 Rose og Poulter unnu Allenby og Perry 61-67 Curtis og McDowell sigruðu Janzen og Hoch 63-64 Els og McNulty unnu Howell og O'Meara 62-66. Þetta er fjórða árið í röð sem keppnin fer fram. Isleworth hefur unnið tvisvar, einu sinni hefur orðið jafntefli og Lake None nældi nú í sinn fyrsta sigur.
Golf Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira