Kjarklitlir sveitarstjórnarmenn Guðbrandur Einarsson skrifar 16. nóvember 2007 07:00 Á ársfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var sl. laugardag afhenti Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ, undirskriftir þúsunda íbúa hér á svæðinu. Með undirskrift sinni voru íbúar að hvetja sveitarstjórnarmenn til þess að standa vörð um Hitaveitu Suðurnesja og leggja áherslu á mikilvægi þess að hún yrði í meirihlutaeigu sveitarfélaga. Umsjónaraðili undirskriftarsöfnunarinnar óskaði eftir að fá að koma á ársfundinn og afhenda undirskriftirnar þar vegna þess að á ársfundinum voru nánast allir sveitarstjórnarmenn Suðurnesja samankomnir og því mikið vald falið í slíkum fundi. Það er skemmst frá því að segja að tekið var á móti þessum undirskriftum af algjöru virðingarleysi. Sveitarstjórnarmönnum var smalað inn í rútu og keyrðir burtu í vettvangsferð á meðan afhendingin fór fram og urðu því ekkert varir við hana. Fráfarandi stjórn tók við undirskriftunum í litlu bakherbergi og tókst með því að gera þennan atburð að engu. Það var ekki fyrr en undir liðnum önnur mál sem hægt var að taka málið á dagskrá og þá var það gert að undirlagi undirritaðs sem lagði fram eftirfarandi tillögu: Aðalfundur SSS samþykkir að kjörin verði nefnd tveggja fulltrúa frá hverju sveitarfélagi sem hlut eiga í HS, einn fulltrúa frá meirihluta og einn fulltrúa frá minnihluta. Nefndinni verði falið það verkefni að leita leiða til þess að koma til móts við óskir íbúa sem birtast í þessari undirskriftarsöfnun sé þess nokkur kostur. Umræður um þessa tillögu urðu engar, heldur lagði bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er klókur maður, það til að tillögunni yrði vísað til stjórnar. Hann vissi mæta vel að með því var hann að ónýta tillöguna, þar sem stjórn SSS hefur ekkert um málið að segja, en aðalfundurinn með þátttöku 95% sveitarstjórnarmanna hafði töluvert með málið að gera. Einnig var hægt að forða sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum frá óþægilegri umræðu um mál sem þeir hafa gjörsamlega klúðrað og fékk því tillaga bæjarstjórans rússneskan stuðning. Vegna þessa atburðar og vegna þess að sveitarstjórnarmenn eru ekki tilbúnir til að ræða sameiginlega málefni Hitaveitu Suðurnesja vil ég leggja fram eftirfarandi spurningar, sem ég hefði kosið að ræddar hefðu verið í hópi sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum en á því reyndist ekki nokkur áhugi. 1. Hvers vegna nýttu önnur sveitarfélög en Reykjanesbær og Hafnarfjörður sér ekki forkaupsrétt við sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja? 2. Hvaða ástæður lágu að baki þeirri ákvörðun að selja nánast allan hlut sinn í HS? Voru þessar ástæður fjárhagslegs eðlis eða lágu einhverjar aðrar ástæður þar að baki? 3. Hvers vegna töldu Grindvíkingar nauðsynlegt að kalla saman bæjarráð sveitarfélaganna á Suðurnesjum til að ræða málefni Kölku, en sáu ekki ástæðu til þess að óska eftir sams konar fundi þegar ákveðið var að selja Hitaveitu Suðurnesja? 4. Eru bæjarfulltrúar í öðrum sveitarfélögum en Reykjanesbæ enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að selja eignarhluti sveitarfélaga sinna í HS í ljósi þeirrar atburðarásar sem átt hefur sér stað frá því í júlí sl. og telja þeir hagsmuni íbúa sinna byggðarlaga tryggða með því eignarhaldi sem nú er á HS? 5. Hvernig telja bæjarfulltrúar að því yrði tekið, ef sú staða kæmi upp að sveitarfélögunum gæfist kostur á því að auka við hlut sinn í HS með það að markmiði að Hitaveitu Suðurnesja yrði aftur komið í meirihlutaeigu sveitarfélaganna? Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum þurfa ekki að svara mér, til þess hafa þeir engar skyldur, en ég hvet íbúa á Suðurnesjum til þess að spyrja kjörna fulltrúa sína þessara spurninga. Að standa að móttöku undirskrifta með þessum hætti og forðast umræðu um málið er algjör niðurlæging fyrir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og gerir það að verkum að ég mun algjörlega endurmeta hugmyndir mínar um gildi og hlutverk samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum. Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Á ársfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var sl. laugardag afhenti Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ, undirskriftir þúsunda íbúa hér á svæðinu. Með undirskrift sinni voru íbúar að hvetja sveitarstjórnarmenn til þess að standa vörð um Hitaveitu Suðurnesja og leggja áherslu á mikilvægi þess að hún yrði í meirihlutaeigu sveitarfélaga. Umsjónaraðili undirskriftarsöfnunarinnar óskaði eftir að fá að koma á ársfundinn og afhenda undirskriftirnar þar vegna þess að á ársfundinum voru nánast allir sveitarstjórnarmenn Suðurnesja samankomnir og því mikið vald falið í slíkum fundi. Það er skemmst frá því að segja að tekið var á móti þessum undirskriftum af algjöru virðingarleysi. Sveitarstjórnarmönnum var smalað inn í rútu og keyrðir burtu í vettvangsferð á meðan afhendingin fór fram og urðu því ekkert varir við hana. Fráfarandi stjórn tók við undirskriftunum í litlu bakherbergi og tókst með því að gera þennan atburð að engu. Það var ekki fyrr en undir liðnum önnur mál sem hægt var að taka málið á dagskrá og þá var það gert að undirlagi undirritaðs sem lagði fram eftirfarandi tillögu: Aðalfundur SSS samþykkir að kjörin verði nefnd tveggja fulltrúa frá hverju sveitarfélagi sem hlut eiga í HS, einn fulltrúa frá meirihluta og einn fulltrúa frá minnihluta. Nefndinni verði falið það verkefni að leita leiða til þess að koma til móts við óskir íbúa sem birtast í þessari undirskriftarsöfnun sé þess nokkur kostur. Umræður um þessa tillögu urðu engar, heldur lagði bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er klókur maður, það til að tillögunni yrði vísað til stjórnar. Hann vissi mæta vel að með því var hann að ónýta tillöguna, þar sem stjórn SSS hefur ekkert um málið að segja, en aðalfundurinn með þátttöku 95% sveitarstjórnarmanna hafði töluvert með málið að gera. Einnig var hægt að forða sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum frá óþægilegri umræðu um mál sem þeir hafa gjörsamlega klúðrað og fékk því tillaga bæjarstjórans rússneskan stuðning. Vegna þessa atburðar og vegna þess að sveitarstjórnarmenn eru ekki tilbúnir til að ræða sameiginlega málefni Hitaveitu Suðurnesja vil ég leggja fram eftirfarandi spurningar, sem ég hefði kosið að ræddar hefðu verið í hópi sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum en á því reyndist ekki nokkur áhugi. 1. Hvers vegna nýttu önnur sveitarfélög en Reykjanesbær og Hafnarfjörður sér ekki forkaupsrétt við sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja? 2. Hvaða ástæður lágu að baki þeirri ákvörðun að selja nánast allan hlut sinn í HS? Voru þessar ástæður fjárhagslegs eðlis eða lágu einhverjar aðrar ástæður þar að baki? 3. Hvers vegna töldu Grindvíkingar nauðsynlegt að kalla saman bæjarráð sveitarfélaganna á Suðurnesjum til að ræða málefni Kölku, en sáu ekki ástæðu til þess að óska eftir sams konar fundi þegar ákveðið var að selja Hitaveitu Suðurnesja? 4. Eru bæjarfulltrúar í öðrum sveitarfélögum en Reykjanesbæ enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að selja eignarhluti sveitarfélaga sinna í HS í ljósi þeirrar atburðarásar sem átt hefur sér stað frá því í júlí sl. og telja þeir hagsmuni íbúa sinna byggðarlaga tryggða með því eignarhaldi sem nú er á HS? 5. Hvernig telja bæjarfulltrúar að því yrði tekið, ef sú staða kæmi upp að sveitarfélögunum gæfist kostur á því að auka við hlut sinn í HS með það að markmiði að Hitaveitu Suðurnesja yrði aftur komið í meirihlutaeigu sveitarfélaganna? Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum þurfa ekki að svara mér, til þess hafa þeir engar skyldur, en ég hvet íbúa á Suðurnesjum til þess að spyrja kjörna fulltrúa sína þessara spurninga. Að standa að móttöku undirskrifta með þessum hætti og forðast umræðu um málið er algjör niðurlæging fyrir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og gerir það að verkum að ég mun algjörlega endurmeta hugmyndir mínar um gildi og hlutverk samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum. Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun