Viðskipti innlent

Krónan á opnu alþjóðahafi

Edda Rós í samræðum við Þórð Friðjónsson, forstjóra Kauphallarinnar.
Edda Rós í samræðum við Þórð Friðjónsson, forstjóra Kauphallarinnar.

„Við erum úti á alþjóðlegum ólgusjó,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, um flökt á gengi íslensku krónunnar síðastliðna tvo daga en hún veiktist um rúm 1,25 prósent í gær. Flökt hefur verið á öðrum hávaxtamyntum.

Krónan veiktist strax á þriðjudag í kjölfar þess að matsfyrirtækið Standard & Poor‘s breytti horfum á lánshæfismati ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar auk þess sem flökt á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum í gær spilar inn í.

Edda Rós bendir á að gengi Bandaríkjadals hafi veikst mjög gagnvart japönsku jeni í gær en að miklar sveiflur á hlutabréfamörkuðum eigi einnig þátt í flöktinu. „Þetta smitar frá sér í krónuna. Ef dalur veikist meira gagnvart jeni getum við átt von á frekara flökti,“ segir hún. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×