Bankahólfið: Forstjóraflétta 3. október 2007 00:01 .Bjarni Ármannsson Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur fundið sig vel í starfi stjórnarformanns Reykjavík Energy Invest. Það er ekki mikið mál fyrir reynslubolta úr viðskiptalífinu að hoppa á milli starfa sem eru ólík en eiga samt mikið sameiginlegt. Margir eigendur fyrirtækja vildu líka nýta sér krafta Bjarna þegar ljóst varð að hann ætti ekki lengur samleið með hluthöfum Glitnis. Menn innan Icelandair ljáðu meðal annars máls á því hvort hann vildi ekki snúa sér að flugrekstri félagsins. Ekki mun forstjórinn fyrrverandi hafa viljað það en benti á félaga sinn, Jón Diðrik Jónsson, fyrrverandi forstjóra Glitnis á Íslandi. Úr því varð ekki. Jón Karl Ólafsson hélt djobbinu og Jón Diðrik hefur hafið störf fyrir Reykjavik Energy Invest. Finnair-fíaskóÓlíklegt er að fjöldi fólks frá Íslandi, sem var á leið heim frá Nordisk Panorama í Oulo í Finnlandi, sæki fast að fjárfesta í Finnair fljótlega, þar sem FL Group er næststærsti eigandinn á eftir finnska ríkinu. Þegar ferðalangarnir höfðu komið sér þægilega fyrir í sætum Finnair-vélarinnar á leið til Helsinki var ekki hægt að taka á loft. Hurð vélarinnar stóð á sér og lokaðist ekki almennilega. Eftir nokkra seinkun var haldið af stað og klakklaust lent á leiðarenda. Frá Helsinki átti svo að fljúga aftur með Finnair til Kaupmannahafnar. En vélin fór ekki á loft. Nú voru ljós vélarinnar í lamasessi. Þurftu þreyttir farþegar að bíða aftur eftir viðgerð. Ekki fylgdi sögunni hvernig gekk að fljúga síðasta legginn - líklega með Icelandair.Mótvægisaðgerðir tefja framfarir„Mörgum fannst það einkennilegt afturhvarf til fortíðar þegar ríkisstjórnin boðaði „aðgerðir“ í atvinnumálum víða um land,“ segir í Öðrum sálmum nýjasta heftis Vísbendingar. Vísað er til aðgerða vegna niðurskurðar fiskveiðiheimilda og rifjað upp „sjóðasukk“ fyrri ríkisstjórna. Boðaðar aðgerðir eru engu að síður sagðar skynsamlegar einar og sér, þótt þær hafi líklega lítil áhrif á einstaklinga sem missa vinnu í sjávarútvegi. Fremur en að leita til ríkisstjórnarinnar er í Öðrum sálmum hvatt til sjálfsbjargarviðleitni. „Nú er lag að sameina útgerðarfyrirtæki og fækka fiskvinnsluhúsum. Allar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar verða til þess að tefja nauðsynlegar framfarir í greininni.“ Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur fundið sig vel í starfi stjórnarformanns Reykjavík Energy Invest. Það er ekki mikið mál fyrir reynslubolta úr viðskiptalífinu að hoppa á milli starfa sem eru ólík en eiga samt mikið sameiginlegt. Margir eigendur fyrirtækja vildu líka nýta sér krafta Bjarna þegar ljóst varð að hann ætti ekki lengur samleið með hluthöfum Glitnis. Menn innan Icelandair ljáðu meðal annars máls á því hvort hann vildi ekki snúa sér að flugrekstri félagsins. Ekki mun forstjórinn fyrrverandi hafa viljað það en benti á félaga sinn, Jón Diðrik Jónsson, fyrrverandi forstjóra Glitnis á Íslandi. Úr því varð ekki. Jón Karl Ólafsson hélt djobbinu og Jón Diðrik hefur hafið störf fyrir Reykjavik Energy Invest. Finnair-fíaskóÓlíklegt er að fjöldi fólks frá Íslandi, sem var á leið heim frá Nordisk Panorama í Oulo í Finnlandi, sæki fast að fjárfesta í Finnair fljótlega, þar sem FL Group er næststærsti eigandinn á eftir finnska ríkinu. Þegar ferðalangarnir höfðu komið sér þægilega fyrir í sætum Finnair-vélarinnar á leið til Helsinki var ekki hægt að taka á loft. Hurð vélarinnar stóð á sér og lokaðist ekki almennilega. Eftir nokkra seinkun var haldið af stað og klakklaust lent á leiðarenda. Frá Helsinki átti svo að fljúga aftur með Finnair til Kaupmannahafnar. En vélin fór ekki á loft. Nú voru ljós vélarinnar í lamasessi. Þurftu þreyttir farþegar að bíða aftur eftir viðgerð. Ekki fylgdi sögunni hvernig gekk að fljúga síðasta legginn - líklega með Icelandair.Mótvægisaðgerðir tefja framfarir„Mörgum fannst það einkennilegt afturhvarf til fortíðar þegar ríkisstjórnin boðaði „aðgerðir“ í atvinnumálum víða um land,“ segir í Öðrum sálmum nýjasta heftis Vísbendingar. Vísað er til aðgerða vegna niðurskurðar fiskveiðiheimilda og rifjað upp „sjóðasukk“ fyrri ríkisstjórna. Boðaðar aðgerðir eru engu að síður sagðar skynsamlegar einar og sér, þótt þær hafi líklega lítil áhrif á einstaklinga sem missa vinnu í sjávarútvegi. Fremur en að leita til ríkisstjórnarinnar er í Öðrum sálmum hvatt til sjálfsbjargarviðleitni. „Nú er lag að sameina útgerðarfyrirtæki og fækka fiskvinnsluhúsum. Allar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar verða til þess að tefja nauðsynlegar framfarir í greininni.“
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira