Viðskipti innlent

Aukning frá áramótum er um 245 þúsund

Hreinar eignir lífeyrissjóðanna halda áfram að vaxa samkvæmt nýjasta yfirliti frá Seðlabankanum og hafa aldrei verið meiri. Þær stóðu í 1.572 milljörðum króna í lok apríl og höfðu aukist um 35,3 milljarða eða 2,3 prósent í mánuðinum.

Frá byrjun ársins nemur aukningin alls fimm prósentum eða 75,8 milljörðum króna. Þetta samsvarar því að hver og einn Íslendingur eigi 245 þúsund krónum meira í lífeyrissjóðum í apríllok en í upphafi ársins. Ef eignum lífeyrissjóðanna væri úthlutað til landsmanna fengi hver og einn rúmar fimm milljónir króna í sinn hlut.

Innlend verðbréfaeign lífeyrissjóðanna var um 1.111 milljarðar króna og hafði aukist um 7,5 prósent á árinu. Hins vegar drógust erlendar eignir saman um 2,1 prósent frá ársbyrjun til aprílloka, þótt þær hefðu aukist lítillega í apríl. Ætla má að gengisstyrking krónunnar skýri fyrst og fremst þessa lækkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×