Spænski landsliðsframherjinn David Villa hjá Valencia segist ekki vilja fara frá félaginu þrátt fyrir að hafa verið mikið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni í sumar. Chesea, Manchester United og Liverpool eru sögð hafa mikinn áhuga á leikmanninum en hann er samningsbundinn Valencia til 2013. Hann hefur skorað 15 mörk í 35 deildarleikjum á leiktíðinni.
"Ég vil helst vera áfram hjá Valencia - ekki aðeins á næstu leiktíð, heldur út samningstímann. Ég er með fínan samning við félagið og vil gjarnan framlengja hann seinna meir. Við verðum samt að sjá hva verður í sumar," sagði Villa.