Nú þegar einn dagur er þangað til iPhone kemur í búðir í Bandaríkjunum hafa myndast biðraðir fyrir framan Apple verslanir víðsvegar um landið. Um hvað snýst æðið? Vísir.is skoðar iPhone og eiginleika hans.
Á myndinni má sjá iPhone og helstu upplýsingar um símann. Tækið hefur að geyma margar skemmtilegar tækninýjungar. Smellið á myndina til þess að stækka hana og fræðast um iPhone.

Sala á iPhone hefst á morgun 29. júni í Bandaríkjunum. Síminn mun einnig verða fáanlegur í Evrópu og Japan en engar dagsetningar hafa verið tilkynntar fyrir þau svæði.
iPhone símtæki með fjögurra gígabæta minni mun kosta 500 dollara og átta gígabæta minni mun kosta 600 dollara.