Viðskipti innlent

Storebrand fær leyfi ráðuneytis

Norska tryggingafélagið Storebrand hefur fengi leyfi frá norska fjármálaráðuneytinu til að taka yfir SPP, sem er sænskt líftryggingafélag í eigu Handelsbanken. Kaupþing er stærsti hluthafinn í Storebrand. Kaupþing og Exista fara saman með tæp þrjátíu prósent í félaginu.

Stjórnendur Exista hafa gefið út að þeir muni taka þátt í hlutafjáraukningu Storebrand til þess að fjármagna þessi kaup. Gefa á út 200 milljónir hluta á genginu 45 norskar krónur. Það jafngildir um hundrað milljörðum íslenskra króna. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að svo lágt gengi hafi ekki verið á Storebrand síðan 2004.

„Afslátturinn kemur nokkuð á óvart en ætti að tryggja að fjármögnun á yfirtökunni gangi eftir þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður,“ segir í Vegvísinum.

- bg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×