Viðskipti erlent

Fyrsta þráðlausa tölvubókin á markað

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Tölvubókin er á stærð við kilju.
Tölvubókin er á stærð við kilju. MYND/amazon.com

Bókavefrisinn Amazon hefur sett á markað tölvubók sem gengur undir nafninu Kindle. Tölvan er á stærð við pappírskilju og kostar tæplega 25 þúsund íslenskar krónur. Í minni hennar rúmast 200 bækur.

Kindle þarf ekki að tengjast tölvu til að hlaða niður bókum, bloggum eða blöðum, - heldur hleðst það niður í gegnum þráðlaust net. Nú er hægt að fá 90 þúsund bækur fyrir nýju tölvuna, þar á meðal metsölubækur sem kosta rúmar 600 krónur.

Amazon hefur unnið að framleiðslu tölvunnar í rúmlega þrjú ár. Jeff Bezos forstjóri fyrirtækisins segir að markmiðið hafi verið að tölvan væri það handhæg að lesendur finndu ekki fyrir henni og gætu þannig notið lestursins.

Innihaldinu er hlaðið niður í gegnum EVDO þráðlausa netið, sem gæti takmarkað áhuga á Kindle í öðrum löndum þar sem tæknin er ekki almenn utan Bandaríkjanna. Amazon greiðir kostnaðinn af notkun netsins og rukkar aðeins fyrir bækur eða blöð sem hlaðið er niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×