Damon Hill: Hamilton getur orðið meistari 11. júní 2007 18:15 Lewis Hamilton AFP Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Damon Hill, segir að nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sé búinn að sýna það að hann geti orðið heimsmeistari á sínu fyrsta ári. Hamilton vann sinn fyrsta sigur í aðeins sjöttu keppni sinni á ferlinum í Kanada um helgina og er efstur í stigakeppni ökuþóra. "Þetta var ótrúlegur sigur fyrir Hamilton og fólk ætti ekki að horfa framhjá því hvað þessi drengur hefur áorkað á svona stuttum tíma. Hann er með góðu liði og allt það, en þú þarft að hafa eitthvað mjög sérstakt til að vera með fremstu mönnum í hverri einustu keppni. Menn tala um að hann sé ungur og allt það, en ef þú ert nógu góður til að komast að í þessari íþrótt - ertu nógu gamall," sagði Hill sem hætti að keppa árið 1999. "Það er kannski of snemmt að vera að missa sig yfir árangri hans strax, en næsta keppni fer fram á Silverstone þar sem hann verður á heimavelli. Hann hefur hingað til staðist pressuna og ég held að við gætum verið að horfa hér á næsta breska heimsmeistarann í Formúlu 1," sagði Hill. Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Damon Hill, segir að nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sé búinn að sýna það að hann geti orðið heimsmeistari á sínu fyrsta ári. Hamilton vann sinn fyrsta sigur í aðeins sjöttu keppni sinni á ferlinum í Kanada um helgina og er efstur í stigakeppni ökuþóra. "Þetta var ótrúlegur sigur fyrir Hamilton og fólk ætti ekki að horfa framhjá því hvað þessi drengur hefur áorkað á svona stuttum tíma. Hann er með góðu liði og allt það, en þú þarft að hafa eitthvað mjög sérstakt til að vera með fremstu mönnum í hverri einustu keppni. Menn tala um að hann sé ungur og allt það, en ef þú ert nógu góður til að komast að í þessari íþrótt - ertu nógu gamall," sagði Hill sem hætti að keppa árið 1999. "Það er kannski of snemmt að vera að missa sig yfir árangri hans strax, en næsta keppni fer fram á Silverstone þar sem hann verður á heimavelli. Hann hefur hingað til staðist pressuna og ég held að við gætum verið að horfa hér á næsta breska heimsmeistarann í Formúlu 1," sagði Hill.
Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira