Viðskipti innlent

Vaxtalækkun fyrir kosningar?

Fleiri og fleiri eru að komast á þá skoðun að ekki verði tilefni fyrir Seðlabankann að lækka vexti fyrr en um mitt sumar. Ástæðan er að allt er á fullu svingi enn sem komið er í hagkerfinu og kólnunareinkennin láta lítið á sér kræla.

 

Þetta er hin hagfræðilega sýn á verkefni bankans. Þeir eru þó til og meðal annars í hópi vel innvígðra í heima flokks og fræða sem telja að bankinn muni lækka vexti fyrir kosningar. Það sé þægilegra að fara inn í kosningabaráttuna með merkimiða um að vextir séu að lækka, en óútfyllta ávísun á það að vextir muni lækka síðar á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×