Viðskipti innlent

Gengi AMR fór niður

Gengi hlutabréfa í bandaríska flugrekstrarfélaginu AMR Corp., sem FL Group á 5,98 prósenta hlut í, lækkaði í gær um 8,49 prósent á markaði í dag og var lokagengi dagsins 36,7 dalir á hlut.

Greiningardeild Kaupþings bendir á það í Hálffimmfréttum sínum í dag að gengi bréfa í AMR Corp., hafi hækkað um 32 prósent það sem af er ári og stóð það í 40,09 dölum á hlut við lokun markaða á mánudag.

Deildin segir að ekki sé ólíklegt að rekja megi lækkunin til tilkynningar flugrekstrarfélagsins í gær um að það ætli að auka hlutafé sitt um rúmlega 6 prósent. Bréfin verða seld á genginu 38,7 dalir á hlut og eiga að skila félaginu 503,1 milljónum dala, sem verða meðal annars nýttir til niðurgreiðslu skulda og og skuldbindinga auk kaupa á nýjum flugvélum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×