Einkageirinn er með áhættufjármagnið Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. október 2007 09:00 Bjarni Ármannsson og Hannes Smárason Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI og Hannes Smárason, forstjóri FL Group, notuðu tækifærið á fjárfestakynningu FL Group í Lundúnum á fimmtudag til að kynna nánar framtíðarsýn og stefnu sameinaðs félags REI og Geysis Green Energy. Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest og Hannes Smárason forstjóri FL Group, fyrrum stjórnarformaður Geysir Green Energy, segja skynsemina hafa ráðið í að búa til öflugt fyrirtæki sem reiðubúið sé til stórra hluta í orkuiðnaði um heim allan. „Sameining félaganna er bæði skynsamleg og rosalega spennandi,“ segir Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest (REI). Með því segir hann hægt að nýta til fullnustu þekkingu sem til staðar sé í báðum félögum, orkuvinnslu og í fjárfestingum. „Einkaaðilar koma þarna með áhættufjármagnið og Orkuveitan fær endurgjald fyrir þekkingu sína, reynslu og hugvit.“ Bjarni og Hannes Smárason forstjóri FL Group, sem var stjórnarformaður Geysis Green Energy, kynntu nánar samruna REI og Geysis á fjárfestakynningu FL Group í Lundúnum (Capital Markets Day) á fimmtudag. Þá segir Hannes Smárason skynsemi felast í því að sameina í einu félagi útrásina í orkugeiranum sem sé á viðkvæmu stigi. „Með þessu eykst slagkraftur félagsins.“ Bjarni áréttar aukinheldur að REI horfi ekki til Íslands heldur til alþjóðlegra fjárfestinga. „Við erum þegar með í pípunum fjárfestingar í fjórum heimsálfum og verulega metnaðarfull markmið til komandi ára sem krefjast bæði sérþekkingar og stuðning allra sem að þessu koma.“ Undir þetta tekur Hannes og segir skýr skil á milli REI og starfsemi orkufyrirtækja á Íslandi. „Þetta snýst um að fjárfesta í virkjunum víðsvegar um heim og kemur Íslandi ekki við, nema að því leyti sem snýr að þekkingunni og baklandinu hvað það snertir.“ Bjarni segir að samstarfið við Orkuveituna skipti þannig miklu máli enda erfitt að setja verðmiða á hversu mikils virði það sé að geta farið með erlenda gesti og sýnt þeim Hellisheiðarvirkjun og Svartsengi. „Það er mikils virði. Rétt eins og mikils virði er að ríkisstjórning og forsetaembætti styðji við bakið á þessum verkefnum. En þá er líka mikils virði að fá hjálp frá einkageiranum og að menn standi saman að þessum málun í stað þess að vinna tvist og bast.“ Bjarni og Hannes segja líka óraunhæft að setja dæmið þannig upp að einkafyrirtæki keyptu bara þjónustu af Orkuveitunni, án þess að aðkoma hennar væri meiri. „Er ekki bara eðlilegt að fyrir Orkuveituna að fá eitthvað fyrir þessi verðmæti sem í henni felast. Um það snerist stofnun REI á sínum tíma. En auðvitað hefði verið lítið mál fyrir Orkuveituna að sleppa þessu algjörlega og leyfa okkur hinum að dansa frjálsum, en þá er líka ljóst að minna hefði setið eftir,“ segir Hannes. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Sjá meira
Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest og Hannes Smárason forstjóri FL Group, fyrrum stjórnarformaður Geysir Green Energy, segja skynsemina hafa ráðið í að búa til öflugt fyrirtæki sem reiðubúið sé til stórra hluta í orkuiðnaði um heim allan. „Sameining félaganna er bæði skynsamleg og rosalega spennandi,“ segir Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest (REI). Með því segir hann hægt að nýta til fullnustu þekkingu sem til staðar sé í báðum félögum, orkuvinnslu og í fjárfestingum. „Einkaaðilar koma þarna með áhættufjármagnið og Orkuveitan fær endurgjald fyrir þekkingu sína, reynslu og hugvit.“ Bjarni og Hannes Smárason forstjóri FL Group, sem var stjórnarformaður Geysis Green Energy, kynntu nánar samruna REI og Geysis á fjárfestakynningu FL Group í Lundúnum (Capital Markets Day) á fimmtudag. Þá segir Hannes Smárason skynsemi felast í því að sameina í einu félagi útrásina í orkugeiranum sem sé á viðkvæmu stigi. „Með þessu eykst slagkraftur félagsins.“ Bjarni áréttar aukinheldur að REI horfi ekki til Íslands heldur til alþjóðlegra fjárfestinga. „Við erum þegar með í pípunum fjárfestingar í fjórum heimsálfum og verulega metnaðarfull markmið til komandi ára sem krefjast bæði sérþekkingar og stuðning allra sem að þessu koma.“ Undir þetta tekur Hannes og segir skýr skil á milli REI og starfsemi orkufyrirtækja á Íslandi. „Þetta snýst um að fjárfesta í virkjunum víðsvegar um heim og kemur Íslandi ekki við, nema að því leyti sem snýr að þekkingunni og baklandinu hvað það snertir.“ Bjarni segir að samstarfið við Orkuveituna skipti þannig miklu máli enda erfitt að setja verðmiða á hversu mikils virði það sé að geta farið með erlenda gesti og sýnt þeim Hellisheiðarvirkjun og Svartsengi. „Það er mikils virði. Rétt eins og mikils virði er að ríkisstjórning og forsetaembætti styðji við bakið á þessum verkefnum. En þá er líka mikils virði að fá hjálp frá einkageiranum og að menn standi saman að þessum málun í stað þess að vinna tvist og bast.“ Bjarni og Hannes segja líka óraunhæft að setja dæmið þannig upp að einkafyrirtæki keyptu bara þjónustu af Orkuveitunni, án þess að aðkoma hennar væri meiri. „Er ekki bara eðlilegt að fyrir Orkuveituna að fá eitthvað fyrir þessi verðmæti sem í henni felast. Um það snerist stofnun REI á sínum tíma. En auðvitað hefði verið lítið mál fyrir Orkuveituna að sleppa þessu algjörlega og leyfa okkur hinum að dansa frjálsum, en þá er líka ljóst að minna hefði setið eftir,“ segir Hannes.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Sjá meira