Einkageirinn er með áhættufjármagnið Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. október 2007 09:00 Bjarni Ármannsson og Hannes Smárason Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI og Hannes Smárason, forstjóri FL Group, notuðu tækifærið á fjárfestakynningu FL Group í Lundúnum á fimmtudag til að kynna nánar framtíðarsýn og stefnu sameinaðs félags REI og Geysis Green Energy. Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest og Hannes Smárason forstjóri FL Group, fyrrum stjórnarformaður Geysir Green Energy, segja skynsemina hafa ráðið í að búa til öflugt fyrirtæki sem reiðubúið sé til stórra hluta í orkuiðnaði um heim allan. „Sameining félaganna er bæði skynsamleg og rosalega spennandi,“ segir Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest (REI). Með því segir hann hægt að nýta til fullnustu þekkingu sem til staðar sé í báðum félögum, orkuvinnslu og í fjárfestingum. „Einkaaðilar koma þarna með áhættufjármagnið og Orkuveitan fær endurgjald fyrir þekkingu sína, reynslu og hugvit.“ Bjarni og Hannes Smárason forstjóri FL Group, sem var stjórnarformaður Geysis Green Energy, kynntu nánar samruna REI og Geysis á fjárfestakynningu FL Group í Lundúnum (Capital Markets Day) á fimmtudag. Þá segir Hannes Smárason skynsemi felast í því að sameina í einu félagi útrásina í orkugeiranum sem sé á viðkvæmu stigi. „Með þessu eykst slagkraftur félagsins.“ Bjarni áréttar aukinheldur að REI horfi ekki til Íslands heldur til alþjóðlegra fjárfestinga. „Við erum þegar með í pípunum fjárfestingar í fjórum heimsálfum og verulega metnaðarfull markmið til komandi ára sem krefjast bæði sérþekkingar og stuðning allra sem að þessu koma.“ Undir þetta tekur Hannes og segir skýr skil á milli REI og starfsemi orkufyrirtækja á Íslandi. „Þetta snýst um að fjárfesta í virkjunum víðsvegar um heim og kemur Íslandi ekki við, nema að því leyti sem snýr að þekkingunni og baklandinu hvað það snertir.“ Bjarni segir að samstarfið við Orkuveituna skipti þannig miklu máli enda erfitt að setja verðmiða á hversu mikils virði það sé að geta farið með erlenda gesti og sýnt þeim Hellisheiðarvirkjun og Svartsengi. „Það er mikils virði. Rétt eins og mikils virði er að ríkisstjórning og forsetaembætti styðji við bakið á þessum verkefnum. En þá er líka mikils virði að fá hjálp frá einkageiranum og að menn standi saman að þessum málun í stað þess að vinna tvist og bast.“ Bjarni og Hannes segja líka óraunhæft að setja dæmið þannig upp að einkafyrirtæki keyptu bara þjónustu af Orkuveitunni, án þess að aðkoma hennar væri meiri. „Er ekki bara eðlilegt að fyrir Orkuveituna að fá eitthvað fyrir þessi verðmæti sem í henni felast. Um það snerist stofnun REI á sínum tíma. En auðvitað hefði verið lítið mál fyrir Orkuveituna að sleppa þessu algjörlega og leyfa okkur hinum að dansa frjálsum, en þá er líka ljóst að minna hefði setið eftir,“ segir Hannes. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest og Hannes Smárason forstjóri FL Group, fyrrum stjórnarformaður Geysir Green Energy, segja skynsemina hafa ráðið í að búa til öflugt fyrirtæki sem reiðubúið sé til stórra hluta í orkuiðnaði um heim allan. „Sameining félaganna er bæði skynsamleg og rosalega spennandi,“ segir Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest (REI). Með því segir hann hægt að nýta til fullnustu þekkingu sem til staðar sé í báðum félögum, orkuvinnslu og í fjárfestingum. „Einkaaðilar koma þarna með áhættufjármagnið og Orkuveitan fær endurgjald fyrir þekkingu sína, reynslu og hugvit.“ Bjarni og Hannes Smárason forstjóri FL Group, sem var stjórnarformaður Geysis Green Energy, kynntu nánar samruna REI og Geysis á fjárfestakynningu FL Group í Lundúnum (Capital Markets Day) á fimmtudag. Þá segir Hannes Smárason skynsemi felast í því að sameina í einu félagi útrásina í orkugeiranum sem sé á viðkvæmu stigi. „Með þessu eykst slagkraftur félagsins.“ Bjarni áréttar aukinheldur að REI horfi ekki til Íslands heldur til alþjóðlegra fjárfestinga. „Við erum þegar með í pípunum fjárfestingar í fjórum heimsálfum og verulega metnaðarfull markmið til komandi ára sem krefjast bæði sérþekkingar og stuðning allra sem að þessu koma.“ Undir þetta tekur Hannes og segir skýr skil á milli REI og starfsemi orkufyrirtækja á Íslandi. „Þetta snýst um að fjárfesta í virkjunum víðsvegar um heim og kemur Íslandi ekki við, nema að því leyti sem snýr að þekkingunni og baklandinu hvað það snertir.“ Bjarni segir að samstarfið við Orkuveituna skipti þannig miklu máli enda erfitt að setja verðmiða á hversu mikils virði það sé að geta farið með erlenda gesti og sýnt þeim Hellisheiðarvirkjun og Svartsengi. „Það er mikils virði. Rétt eins og mikils virði er að ríkisstjórning og forsetaembætti styðji við bakið á þessum verkefnum. En þá er líka mikils virði að fá hjálp frá einkageiranum og að menn standi saman að þessum málun í stað þess að vinna tvist og bast.“ Bjarni og Hannes segja líka óraunhæft að setja dæmið þannig upp að einkafyrirtæki keyptu bara þjónustu af Orkuveitunni, án þess að aðkoma hennar væri meiri. „Er ekki bara eðlilegt að fyrir Orkuveituna að fá eitthvað fyrir þessi verðmæti sem í henni felast. Um það snerist stofnun REI á sínum tíma. En auðvitað hefði verið lítið mál fyrir Orkuveituna að sleppa þessu algjörlega og leyfa okkur hinum að dansa frjálsum, en þá er líka ljóst að minna hefði setið eftir,“ segir Hannes.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira