Erlent

Þurfti að dúsa uppi í tré í heila viku

Krókódílarnir héldu bóndanum í trénu í heila viku.
Krókódílarnir héldu bóndanum í trénu í heila viku. MYND/Getty
Ástralskur bóndi þurfti að dúsa uppi í tré í heila viku þegar hann álpaðist inn á svæði sem krökt var af krókódílum. Þegar hann áttaði sig á hættunni rauk hann upp í tré og hafði hann aðeins tvær samlokur til að seðja sárasta hungrið. Bóndinn sagðist hafa tekið ákvörðun um að bíða eftir björgunarsveit uppi í trénu í stað þess að freista þess að hlaupa á undan dýrunum sem biðu þess dag og nótt að bráðin kæmi niður úr trénu.

Bóndinn segir að samlokurnar hafi klárast á þriðja degi en hann hélt í sér lífinu með því að drekka regnvatn sem safnaðist á laufblöð trésins. Að lokum komu björgunarmenn á vettvang og björguðu manninum niður úr trénu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×