Menning

Ertu með Gertrude í eyrunum?

Nú er hægt að smella upplestrum Ezra Pound í tónhlöðurnar.
Nú er hægt að smella upplestrum Ezra Pound í tónhlöðurnar.

Fara ætti varlega að fólki sem stendur eða situr í andakt með heyrnartól í hlustum sínum, viðkomandi gæti ekki aðeins verið að hlýða á nýjasta poppfroðuvellinginn heldur gæti meira en verið að það sem ómar úr tólunum sé rödd Gertrude Stein, William Carlos Williams eða Norman Mailer. Nú er nefnilega ekkert mál að sækja ljóðaflutning þeirra ókeypis á netinu.

Heimasíðan PennSound er gnægtabrunnur ljóðaunnenda á sambærilegan hátt og iTunes er tónlistarsinnuðum. Verkefni þetta, sem byrjaði hjá hugsjónafólki við Fíladelfíuháskóla í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum hefur vakið heimsathygli og síðan fær nú þúsundir heimsókna á dag. Ljóðskáld, fræðimenn og áhugafólk hefur sameinast um að senda hljóðritanir með upplestri skálda til síðunnar þar sem hægt er að spila þær eða hlaða þeim niður á mp3-formi til síðari nota. Margir þessara upplestra voru afar fáheyrðir og innihalda jafnvel óútgefið efni.

Fjöldi skránna slagar nú upp í tíu þúsund og eru skáldin orðin rúmlega tvö hundruð, bæði þekkt og splunkuný. Meðal vinsælla hljóðskeiða eru magnaðir lestrar Ezra Pound og leikræn tilþrif Allens Ginsberg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.